Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.02.2012 06:49

Fimmti sigur í röð

Snæfell sigraði í Njarðvík

 

Stelpurnar í unglingaflokki unnu sinn fimmta leik í röð í kvöld þegar þær heimsóttu Njarðvík í Ljónagryfjuna, lokatölur 64-73.  Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst með 27 stig.


Berglind Gunnarsdóttir var í búning en var ekki leikfær, Björg Guðrún sem meiddist á hné var "teipuð" og var tilbúin að spila.  Stelpurnar voru átta mættar og ætluðu sér sigur til að eiga möguleikan á að komast í úrslitakeppnina, en fjögur efstu liðin leika í kross í lok tímabils.  Fyrir leikinn voru Njarðvík númer fjögur með tíu stig en Snæfell í fimmta sæti með átta stig.

 

Byrjunin var góð hjá Snæfell sem komust í 0-6 og 3-16, en Njarðvík hikstuðu gegn svæðisvörninni.  Hildur Björg stýrði liði Snæfells og leiddu Snæfell 13-20 í lok fyrsta leikhluta.  Njarðvík jöfnuðu leikinn 20-20 og komust yfir 23-22.  Mestri forystu náðu Njarðvík 30-26 en góður varnarleikur snéri taflinu við og magnaður kafli frá Hildi Björgu komu Snæfell í 32-35 áður en tvö víti fóru niður hjá heimastúlkum og staðan í hálfleik 34-35.  Rebekka Rán og Silja Katrín komu innaf bekknum en Silja snéri sig á ökkla og kom því lítið við sögu í leiknum.

 

Í þriðja leikhluta komu þrjár þriggja stiga körfur frá Björg Guðrúnu og Snæfell leiddu 40-49. Svæðisvörnin gaf eftir nokkur opin skot sem Njarðvík nýttu sér og var staðan í lok þriðja leikhluta 48-51.  Sara Mjöll og Ellen Alfa stigu uppí fjórða leikhluta og varnarleikurinn þéttist,  staðan 53-59 þegar þristur frá Njarðvík kom stöðunni í 56-59.  Hildur Björg náði þá sóknarfrákasti og jók muninn í 56-61. Björg Guðrún smellti svo stórum þrist og Sara Mjöll skoraði eftir flott samspil, staðan 58-66.  Ellen Alfa skoraði stórar körfur og innsiglaði sigurinn 64-73.

 

Stelpurnar stóðu sig mjög vel og náðu mjög góðum sigri, þær stóðust álagið og léku jafnan og góðan leik. 

 

Stigaskor Snæfells: Hildur Björg Kjartansdóttir 27, Björg Guðrún Einarsdóttir 18, Sara Mjöll Magnúsdóttir 15, Ellen Alfa Högnadóttir 11, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.  Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku en skoruðu ekki.

 

Stigaskor Njarðvíkur: Eyrún Líf Sigurðardóttir 15 stig, Ína María Einarsdóttir 8, Ásdís Freysdóttir, Sara Margeirsdóttir, Guðlaug Júlíusdóttir og Erna Hákonardóttir skoruðu allar 6, Aníta Carter og Andrea Ólafsdóttir 4, Marín Magnúsdóttir 3. Eygló Alexander og Guðbjörg Einars skoruðu ekki.

 

Næsti leikur hjá Snæfellsstúlkum er gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ, mánudaginn 20. Febrúar klukkan 20:00 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16