Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.02.2012 06:36

Blakhelgi í Grundarfirði

Um síðustu helgi var mikið um að vera hjá blakkrökkum í Grundarfirði. Krakkar frá Aftureldingu komu í heimsókn til að spila  blak á laugardag og sunnudag. Krakkarnir sem komu voru 31 ásamt foreldrum og þjálfara.

Grundfirsku krakkarnir voru 22 á aldrinum 10-16 ára og var mikið um að vera í íþróttahúsinu. Í grundfirska liðinu er einnig einn leikmaður úr Ólafsvík sem kemur hér einu sinni í viku á æfingu sem er alveg frábært.

Stjórnandi æfingabúðanna var þjálfari Grundarfjarðar, Sebastien Bougeatre og setti hann upp keppni svo allir fengu að spila. Mikil stemming var í íþróttahúsinu og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem komu og hvöttu krakkana. Krakkarnir spiluðu á laugardaginn frá 14:30 til 18:30 en þá var haldið í Kaffi 59 og snæddar ljúffengar pizzur. Síðan lá leiðin í Björgunarsveitarhúsið til Erlings og Egils til að fá að prufa klifurvegginn og fór þjálfarinn frá Aftureldingu, Miglena upp vegginn og sem spiderman niður. Viljum við þakka þeim kærlega fyrir  þeirra framlag. Eftir klifur var farið upp í grunnskóla og horft á söngvakeppni sjónvarpsins þar sem krakkarnir gistu ásamt nokkrum krökkum frá UMFG. Viljum við sérstaklega þakka Heimi Þór fyrir hans framlag um helgina en hann tók vaktina í skólanum svo að krakkarnir frá UMFG gætu gist.

Á sunnudaginn var spila meira blak og eigum við í Grundarfirði mjög frambærilega blakara á landsmælikvarða. Við viljum þakka öllum blökurum í Grundarfirði og Aftureldingu fyrir frábæra helgi. Einnig þökkum við fyrir afnot af grunnskólanum og íþróttahúsinu.  

 

Takk fyrir skemmtilega helgi

Anna María, Rúna og Unnur


Skrifað af Blakráð UMFG

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24