Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.01.2012 22:43

UMFÍ auglýsir eftir mótshaldar ULM 2015

Umsóknir óskast um að halda 18. Unglingalandsmót UMFÍ 2015

ulm_2015Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 18. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður 2015.


Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð haldin um verslunarmannahelgina ár hvert. Keppt er í fjölda íþróttagreina í aldursflokknum 11-18 ára. Á Unglingalandsmótum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmót UMFÍ hafa á undanförnum árum hlotið góðar við tökur hjá fjölskyldufólki jafnt sem ungu fólki, enda góður kostur sem heilbrigð skemmtun um mestu ferðahelgi ársins. Unglingalandsmót UMFÍ 2012 verður haldið á Selfossi, 2013 á Höfn og 2014 á Sauðárkróki.


Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið mikil lyftistöng fyrir bæjarfélögin þar sem þau hafa verið haldin og hleypt lífi í innra starf þeirra félaga sem komið hafa að framkvæmd mótanna.


Umsóknum um að halda 18. Unglingalandsmót UMFÍ 2015 skal skilað til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Sigtúni 42, 104 Reykjavík fyrir 30. júní 2012.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24