Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.01.2012 22:03

Snæfell með auðveldan sigur á Haukum

Tilþrifalítið í Snæfellssigri.


Haukar mættu alls tíu í Stykkishólm til að mæta Snæfelli í 12.umferð Iceland express deildar karla. Nýji leikmaður Hauka Aleek Joseph Pauline sat hjá og var í borgarlegum klæðnaði að sinni en hann fékk högg á hné á sinni fyrstu æfingu en einnig var Sævar Ingi Haraldson var fjarri góðu gamni. Hjá Snæfelli voru allir þokkalegir.Liðin virkuðu bæði frekar köld og lengi í gang og þá sérstaklega í oft mistækum sóknum sínum en varnarleikurinn var ágætur beggja megin. Staðan var 7-7 þegar 2 mínútur voru eftir og lítið markvert á meðan liðin voru að fóta sig í leiknum nema að Jón Ólafur hjá Snæfelli hafði fengið tæknivillu vegna mótmæla örlítið fyrr í leiknum. Snæfell komst fljótt í 12-7 og svo 14-9 en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-10 fyrir heimamenn í Hólminum.


Pétur ákvað að taka leikhlé fljótt í öðrum hluta þegar Snæfell voru komnir yfir í 20-10 og lítil sem engin hreyfing á Haukum í áttina að koma sér í leikinn. Emil Barja kom Haukum nær 25-21 eftir góðann þrist og meira flæði kom í leik þeirra. Haukur Óskarsson bætti einum til í stöðuna 28-26 og Haukar gerði góða atlögu að Snæfelli sem var að ströggla í sóknum sínum og hittu illa og átti alls ekki góða kafla í vörninni um stund. Hálfleikstölur voru 34-30 fyrir Snæfelli í voðalega ósannfærandi leik á köflum hjá öllum á vellinum. Leikurinn virkaði tilþrifalítill og tómur á köflum og áferðafallegur var hann aldrei.


Hjá Snæfelli var Quincy Cole kominn með 9 stig og 6 fráköst honum næstur var Sveinn Arnar með 7 stig. Í liði Hauka var Haukur Óskarsson búinn að fleyta liðinu ágætalega með 10 stig og með honum í fleytingum var Emil Barja með 8 stig og 7 fráköst en Chris Smith hafði einnig tekið 7 fráköst.


Pálmi Freyr kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og setti tvo þrista og Quincy bætti einum til fyrir Snæfell og staðan fljótt 45-36 fyrir Snæfell. Í stöðunni 49-40 hrukku Haukar í gang í nokkrum sóknum sínum og löguðu stöðuna 49-46 með Hayward Fain fremstann í flokki. Kaflaskil voru í þriðja hluta þegar Snæfell stökk svo frá Haukum aftur og komust í 60-48 þar sem skotin duttu heldur betur og þetta staðan fyrir lokafjórðunginn en Marquis Hall setti svip sinn á leik Snæfells í þriðja hluta líkt og Fain hjá Haukum.


Fjórði hluti hófst líkt og sá fyrsti lítið skorað, hittni slök, mistök og mikið hnoð eða hörð bárátta ef það á að kallað það eitthvað og eiginlega stundum leiðinlegt að horfa á satt best að segja. Leikurinn einkenndist samt af hörku. Sveinn Arnar setti flott þrjú stig og staðan varð 72-56 fyrir Snæfelli sem höfðu aðeins verið að fikra sig frá en Haukur Óskars svaraði fyrir Hauka strax. Haukur og Christopher fóru svo útaf með fimm villur undir lokin hjá Haukum. Snæfell sigldi sigrinum í land þrátt fyrir fína baráttu Hauka, 80-70 þar sem Quincy Cole átti loka hnikkinn með háloftatroðslu eftir sendingu frá Sveini Arnari.

 

Tölfræði leiksins

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10