Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

09.01.2012 11:33

2 sæti í futsal staðreynd, aftur

Futsal: ÍBV - Víkingur  5-0

08. janúar 2012 klukkan 20:23
Futsal
Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingur  - ÍBV    0-5  (0-2)


Í dag átti Vikingur  helmingsmöguleika á að krækja sér í Íslandsmeistaratitil. Möguleikarnir fólust í því að leggja Pepsídeildarlið ÍBV að velli. Það tókst ekki í þetta sinn og er þetta annað árið í röð sem við spilum til úrslita í Futsal og bíðum lægri hlut. Þetta er svekkjandi og þá sértaklega í fyrra þegar við vorum betri aðilinn.  dag vorum við slakari aðilinn. Við náðum okkur ekki á strik og það var eiginlega ekki fyrr en við vorum orðnir 0-5 undir að maður fór þekkja liðið sitt. Þá spiluðu Víkingarnir eins og ég vildi að þeir gerðu allan leik. En þessi leikur er búinn og næsta verkefni er útiboltinn. Ejub sagði mér að hann stefndi að því að spila allt að fjóra æfingaleiki fram að fyrsta leik gegn KR í Lengjubikanum þann 18.febrúar n.k. Einnig sagði hann mér það að aðalvandræði liðsins væru það að hvergi væri hægt að æfa nema í íþróttahúsinu vegna mikilla snjóa. Og þó snjórinn væri ekki vantaði samt æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. Það vantar knattspyrnuhús á Snæfellsnesið.
En snúum okkur að leiknum. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og fljótlega sást að þeir lögðu aðaláhersluna á þétta vörn og þeir vörðust aftarlega. Albert Sævarsson stóð í markinu hjá þeim og var þrælsterkur en tókst honum að halda hreinu. Einhvernveginn fannst manni vera taugaspenna í Víkingsliðinu en leikmenn ÍBV spiluðu afslappaðra. Víkingsliðið hefur alltaf spilað betur en í dag og hugsanlega er skýringin sú að það var heill Íslandsmeistaratitill í húfi. Titill sem kannski Eyjamenn fannst ekki mikill titill en við þráðum. 

Fyrsta mark leiksins kom eftir aukaspyrnu sem þaut í gegnum allt og í netið. Annað markið var slysalegt svo ekki sé mikið sagt. Þá atvikaðist það að Einar markvörður fékk boltann útá velli og sendi boltann að marki en Albert markvörður greip hann og sparkaði honum rakleiðis beint í markið hinumegin. Skelfilegt að horfa á þetta marki. En Víkingunum gekk illa að brjóta vörn ÍBV á bak aftur og það var ekki fyrr en á lokasekúndum fyrri hálfleiks að Víkingur fékk víti á 11 metrunum (þau víti eru dæmd þegar annað liðið brýtur af sér í sjötta skiptið í sama hálfleik). Eldar Masic fór á punktinn og þrumaði boltanum öfugu megin við stöngina og framhjá. Staðan því í hálfleik 2-0 fyrir ÍBV. Í fyrri hálfleik fékk Tryggvi Guðmundsson ÍBV tvö gul spjöld og þar með rautt og spilaði hann því ekki nema 14 mínútur í þessum leik. Það dugði okkur ekki til að skora þó við værum einum fleiri í 2 mínútur.

Seinni hálfleikur byrjaði skelfilega fyrir okkur því á fyrstu 3 mínútunum fengum við á okkur tvö mörk og skyndilega var staðan orðin 4-0 fyrir ÍBV. Fyrra mark þeirra gerði Þórarinn Ingi Valdimarsson með þrumuskoti útvið stöng og seinna markið var slysalegt. Þá breytti laus bolti um stefnu og lullaði undir Einar og rétt innfyrir línuna. Fimmta mark ÍBV kom um stuttu seinna eftir vel útfærða skyndisókn. Staðan orðin 5-0 og þá loksins small Víkings  liðið í gang og átti restina af leiknum án þess að ná að skora framhjá Alberti markverði ÍBV sem átti stórleik.

Víkingur varð fyrir áfalli fljótlega í leiknum þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson meiddist og gat ekki spilað meira. Hinum megin átti okkar fyrrum samherji Brynjar Gauti Guðjónsson stórleik. Hann ásamt Alberti voru bestu menn vallarins.

Bloggsíðan helgik.bloggar.is óskar ÍBV til hamingju með þennan sigur og þá sérstaklega þeim Magga Gylfa og Brynjari Gauta okkar fyrrum samherjum.

Reyni að setja myndir af liðinu og fleiru inná Facebook seinna í kvöld.

Þessir skipuðu lið Víkings . Einar Hjörleifsson, Jón Haukur Hilmarsson, Edin Besljia, Eldar Masic, Tómasz Luba, Ragnar Smári Guðmundsson, Alfreð Már Hjaltalín, Heimir Þór Ásgeirsson, Kristinn Magnús Pétursson, Fannar Hilmarsson, Dominik Bajda, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Steinn Hafsteinsson.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25