Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

09.01.2012 11:31

Víkingur í úrslit futsal

Futsal: Víkingur - Leiknir R. 4 - 3

07. janúar 2012 klukkan 18:07
Á morgun getur Víkingur  orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í innanhúsfótbolta, því í dag steig liðið stórt skref í þá átt með því að leggja lið Leiknis R að velli með fjórum mörkum gegn þremur í undanúrslitunum.

Víkingur  sem stillti upp mjög sterku liði þar sem þeir Edin Beslija og Eldar Masic voru mættir til leiks byrjaði þennan leik af krafti og náði frumkvæðinu fljótlega. Byrjunarliðið var Einar Hjörleifsson, Tomasz Luba, Edin Beslija, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Steinn Hafsteinsson.  Samt var leikurinn mjög jafn en Víkingur  var að fá flest færin. En áhorfendur þurftu að bíða dágóðan tíma eftir fyrsta markinu og það kom í seinni hluta fyrri hálfleiks þegar Tomasz Luba skoraði 1-0 fyrir okkur af miklu harðfylgi. Það liðu ekki mjög margar mínútur þar til Eldar Masic jók forystuna í 2-0. Þannig var staðan í leikhléi. Fljótlega í seinni hálfleik lét Ejub hann Dominik Bajda inná og það var hann sem bætti þriðja markinu við eftir að Einar Hjörleifsson sendi stórkostlega sendingu til hans þar sem sendingin minnti á golfhögg með miklum bakspuna. Boltinn fór nefnilega fram fyrir Dominik og kom siðan til baka með miklum bakspuna og eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann sem þrumaði boltanum efst í vinstra hornið og staðan orðin 3-0. Á þessum tímapunkti var maður farinn að eyja úrslitaleikinn en leikir eru ekki búnir fyrr en dómarinn flautar af og það sannaðist í þetta skipti. Leiknismenn náðu nefnilega að skora gott mark og strax í næstu sókn gerðu þeir annað og skyndilega var Leiknisliðið komið í gang og til alls líklegir. En Dominik var ekki á því að láta þá jafna því hann gerði sér lítið fyrir og þegar hann fékk boltann fyrir miðju marki rétt utan teigs lét hann vaða á markið og boltinn steinlá inni, efst í hægra horninu og staðan orðin 4-2 fyrir okkur. En þetta var ekki búið. Leiknir R fékk aukaspyrnu útá kanti sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vera hættulítil en ekki í þetta sinn, því einn þeirra gerir sér lítið fyrir og þrumar boltanum í netið við nærstöng. Einhvernveginn fannst mér það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta mark og staðan orðinn 4-3 og allt undir. Alveg undir lok leiksins verður Guðmundi Steini það á að brjóta af sér og Leiknir R fær víti af 11 metrunum. Spyrnan er tekin og hafnar í þverslánni. Annað vítið sem Leiknir misnotaði í leiknum. Hitt kom í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0 og fór "kílómeter" framhjá.

Þessi sigur okkar er virkilega ánægjulegur. Annað árið í röð sem við spilum til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra tapaðist úrslitaleikurinn frekar ósanngjarnt fyrir Fjölni 2-3. Nú er lag og með sigri tryggir liðið sér þátttökurétt í Evrópukeppninni í Futsal næsta sumar. Í fyrsta sinn í sögu Vikings sem Evrópusæti ynnist.

Með ÍBV spilar okkar fyrrum leikmaður Brynjar Gauti Guðjónsson og þjálfari þeirra er Ólafsvíkingurinn Magnús Gylfason og þar með er hægt að segja að á morgun verða að minnsta kosti tveir Ólsarar (eða einn Ólsari og einn úr Breiðuvíkurhrepp)  Íslandsmeistarar .

Leikurinn á morgun hefst kl. 14.00 í Laugardalshöllinni og er frítt inn. Mætum öll, bæði til að hittast og hvetja liðið til sigurs. ÁFRAM VÍKINGUR

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50