Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.12.2011 11:10

Snæfell tapaði í framlenginu

Tvíframlengt: Grindvíkingar byrja efstir á nýju ári
18 12 2011 | karfan.is

Tvíframlengt: Grindvíkingar byrja efstir á nýju ári

Snæfellingar eru komnir niður í 10. sætið í Iceland Express deild karla eftir nauma tapleiki en Grindavík aftur á móti enn í efsta sætinu. Grindavík mætti í Stykkishólm í kvöld án bræðaranna Ármanns og Páls Axels Vilbergssona.
 
 
Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík komust svo strax skrefi framar í leiknum en pressa Snæfellinga hélt lítið og fengu þeir á sig 7 stig og staðan varð fljótt 9-15. Snæfellingar hertu þá á sínum leik og náðu að sigla nær Grindavík 21-23. Quincy átti svo stolinn bolta og þrist og kom Snæfelli yfir 27-25 en Grindavík jafnaði rétt fyrir lokaflaut fyrsta hluta og staðan 27-27.
 
Leikurinn var hraður og í miklum járnum eiginlega nánast handjárnaður og liðin skiptust á að missa boltann og hiti var kominn í leikinn og mikil harka leyfð. Sveinn Arnar hjá Snæfelli fór út af meiddur á ökkla um miðjan annan hluta og staðan 33-36 fyrir Grindavík. Lítið var um skor liðanna svona framan af öðrum hluta en menn fóru aðeins að setja´ann og staðan í hálfleik 41-49 fyrir gestina úr Grindavík.
 
Hjá Snæfelli hafði Quincy Cole látið til sín taka með 14 stig og 6 fráköst en næstur honum var Jón Ólafur með 10 stig. Í liði Grindavíkur var J´Nathan Bullock kominnmeð 13 stig og 11 fráköst . Giordan Watson kom næstur með 9 stig og Ólafur Ólafsson 8 stig.
 
Grindavík komust strax í 10 stiga mun og voru heitir í skori í upphafi seinni hálfleiks 43-53. Þegar staðan var 46-57 fóru Snæfellingar í svæðisvörn sem skilaði þeim stoppum á sókn Grindavíkur og náðu að minnka muninn í 4 stig 56-60 og svo 2 stig 60-62 þar sem Marquis Hall var duglegur og Sveinn Arnar lumaði á einhverjum en hann var búinn að ná sér af meiðslunum. Staðan eftir þriðja hluta 67-69 og mikill leikur í gangi.
 
Snæfell hélt sig við svæðið og náðu að halda aftur af Grindavík en slíkt var einnig upp á teningnum hinu megin í sterkri Grindavíkurvörninni en staðan einungis 75-76 undir miðjan hlutann og Quincy smellti svo niður víti fyrir Snæfell, 76-76. Snæfell komst svo hægt og rólega í forystu 81-76 og Helgi Jónas sá þann kost vænstan að ræða lítillega við sína menn sem jöfnuðu strax 81-81. Grindavík komst yfir 81-83 með gríðalega mikilvægu frákasti og skoti frá Watson þegar 31 sekúnda var eftir og Snæfell henti frá sér möguleikum á að halda út leikinn. Marquis Hall setti lay up þegar 15 sek voru eftir og staðan 83-83 og Grindvíkingar náðu ekki að nýta síðustu sóknina og framlengdur leikur.
 
Jón Ólafur fór út af með 5 villur strax í upphafi framlengingar eftir tæknivillu fyrir mótmæli. Liðin skiptust á að skora fyrst en þristum ringdi yfir Snæfell frá Þorleifi og Jóhanni sem kom þeim í 88-93 og Þorleifur yfirgaf völlinn með 5 villur. Snæfell jafnaði 93-93 og Sigurður Þorsteinsson fór út af með 5 villur. Watson setti þrist í 93-96 en Pálmi minnkaði muninn í 95-96 af vítalínunni. Watson kom Grindavík í 95-98 þegar 19 sekúndur voru eftir en Quincy Cole setti einn baneitraðann þrist úr horninu og jafnaði þegar 7 sekúndur lifðu 98-98 og Grindavík klikkaði á þriggja stiga skoti í lokin og önnur framlenging í Stykkishólmi.
 
Grindavík komst í 100-106 og Snæfell nýtti illa nokkur færi og misstu boltan afleitlega. Ólafur Torfason setti þá þrist fyrir 103-106 og hélt lífi í heimamönnum þegar hann fór á vítalínuna með þrjú skot þegar 16 sekúndur voru eftir og setti niður tvö 105-106. Watson og Jóhann Árni kláruðu þetta á vítalínunni settu sín skot niður þar og sigur Grindavíkur 105-110 staðreynd eftir hörkuleik þar sem tvö jöfn lið spiluðu en Grindavík áttu lokasprettinn.
 
Snæfell: Marquis Hall 27/ 5 frák/4 stoðs. Quincy Cole 23/20 frák/4 stolnir. Jón Ólafur Jónsson 19/6 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 17. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Ólafur Torfason 5. Hafþór Ingi Gunnarsson 3. Egill Egilsson 2. Daníel Kazmi 2. Guðni, Þorbergur og Snjólfur 0.
 
Grindavík: Girodan Watson 35/4 frák/7 stoðs. J´Nathan Bullock 28/15 frák. Sigurður Þorsteinsson 11. Ómar Sævarsson 10/9 frák. Jóhann Árni Ólafsson 10/5 frák. Ólafur Ólafsson 10/7 frák. Þorleifur Ólafsson 6/7 frák. Þorsteinn, Björn, Einar og Jón Axel 0.
 
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33