Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.12.2011 17:12

Víkingur - Fylkir 11-7

17. desember 2011

Víkingur  fékk góða gesti í dag til Ólafsvíkur til að spila við sig í Íslandsmótinu í Futsal. Þetta var Pepsídeildarlið Fylkis. Fyrri leik liðana lauk fyrir skömmu í Fylkishöllinni með 4-3 sigri Víkings í háspennuleik. Það verður að taka ofan fyrir liðum KB og Fylkis fyrir að mæta til leiks í Ólafsvík, en eins og menn muna mætti lið Hvíta Riddarans/Aftureldingu ekki til leiks í vikunni. Í útiboltanum getur lið sem mætir ekki til leiks unnið mót eða riðil. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort KSÍ ætti ekki að setja klásúlu í reglugerðina um Futsal að ef lið mætir ekki til leiks skuli liðið sæta bæði sektum og frávísun frá úrslitakeppni gerist það að liðið mæti ekki til leiks. Einnig þar af finna gulrót til að fá fleiri lið til að taka þátt. Fordómar sumra þjálfara fyrir Futsal er með ólíkindum. Futsal er það sem gerði og gerir Brassana góða. Víkingur getur þakkað Futsal mikið hve liðið er með marga tekníska leikmenn í sínum röðum, ásamt þjálfaragenginu.

Í dag fór leikurinn fram í Íþróttahúsinu í Ólafsvík. Þetta var að mér skilst hörkuleikur þar sem hart var barist. Víkingur leiddi í hálfleik 4-2 og sigraði síðan leikinn með 11 mörkum gegn 7. Ég efa það ekki að leikmenn Fylkis hafi átt gott ferðalag vestur og fengið ágætis tilbreytingu frá borgarlífinu.

Mörk Víkings í þessum leik gerðu þeir, Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5, Guðmundur Magnússo 3, Tomasz Luba 2 og Ragnar Smári Guðmundsson 1. Hverjir spiluðu fyrir Víking hef ekki á hreinu en ef einhver sem les þetta veit það mætti hann skrifa nöfnin hér fyrir neðan.

Bæði Víkingur og Fylkir hafa tryggst sér sæti í úrsltakeppninni sem fer fram dagana 6.- 8.janúar 2012 og þar mætast 6 lið í tveimur riðlum. Víkingur og Fylkir gætu mæst aftur og önnur líkleg lið til mæta til þessarar úrslitakeppni eru t.d. ÍBV, Fjölnir, Leiknir R, og Viðir. Afríka á reyndar enn sjens en ég tel að ÍBV og Leiknir nái þessum tveimur sætum.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25