Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

13.12.2011 07:35

Víkingur kominn í úrslitakeppni Futsal

12. desember 2011

Í kvöld lék Víkingur Ó sinn fjórða leik í Íslandsmótinu í Futsal innanhúsknattspyrnu. Mótherjinn var 3ju deildar lið KB og er ekki hægt annað en þakka þeim kærlega fyrir að hafa mætt til leiks í kvöld. Mörg félag fara bara helst ekki útfyrir höfuðborgarsvæðið á vetrartíma. En Víkingarnir eru sterkir í þessari íþrótt og til að mynda spiluðu þeir úrslitaleikinn í keppninni síðasta vetur. Í kvöld tókst þeim að vinna KB sannfærandi með 20 mörkum gegn fjórum. Þessi úrslit þýða það að Víkingur Ó er komið í úrslit í keppninni enn eitt árið og nú spái ég því að þeir geri harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Í kvöld vantaði leikmenn síðasta leik. Einar Hjörleifsson var ekki lentur þ.e.a.s. Guðmundur Jensson SH 717 og þ.a.l. vorum við án hans. Einnig voru þeir Ólafur Hlynur Illugason og Dominik Bajda fjarri góðu gamni í kvöld. Við megum vera með 12 leikmenn á skýrslu en vorum einungis með 10 í kvöld.

Svo óska ég KB mönnum góðrar ferðar heim og að þeir fari varlega.

Mörk Víkings Ó í kvöld gerðu þessir:

Heimir Þór Ásgeirsson 6
Steinar Már Ragnarsson 4
Guðmundur Magnússon 3
Ragnar Smári Guðmundsson 2
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 2
Kristinn Magnús Pétursson 1
Alfreð Már Hjaltalín 1
Tomasz Luba 1

Eftirtaldir voru í 10 manna leikmannahópi Víkings Ó í kvöld.
Jón Haukur Hilmarsson sem varði markið, Tomasz Luba, Ragnar Smári Guðmundsson, Alfreð Már Hjaltalín, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Guðmundur Magnússon, Heimir Þór Ásgeirsson, Kristinn Magnús Pétursson, Steinar Már Ragnarsson og Anton Illugason.

Næsti leikur er á miðvikudagskvöldið eftir tvo daga í Ólafsvík gegn Hvíta Riddaranum/Aftureldingu og hefst leikurinn kl. 20.00.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16