Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.11.2011 21:03

Lengjubikarmeistararnir í undanúrslitin.

Það voru 9 leikmenn Stjörnunuar sem mættu í Hólminn til að takast á við Snæfell í úrslitaleik í c-riðli Lengjubikarsins, Jovan Zdravevski var kominn í búning en kom aldrei við sögu í leiknum. Snæfell höfðu aðeins eitt stig í plús í innbyrðisviðureign liðanna en náðu að klára verkefni kvöldins 94-84 en þó  ekki örugglega nema í lokin.

 

 


Byrjunarliðin:
Snæfell:
Nonni, Pálmi, Sveinn, Quincy, Marquis.
Stjarnan: Marvin, Keith, Sigurjón, Justin, Fannar.

 

Stjörnumenn virkuðu léttari fyrstu andartök leiksins en lítið var um skor svona fyrst um sinn en Keith Cothran setti fyrstu stig leiksins á 8:43. Pálmi Freyr kom Snæfelli yfir með þrist 5-4 og liðin ekki að nýta skotin sín framan af í leiknum og voru að missa boltan bæði í upphafi. Það voru þó heimamenn í Snæfelli sem gáfu betur í eftir að Stjarnan komst í 7-10 með fínum kafla en fóru svo að missa boltann aftur og aftur í skrefum og klaufaskap alls 10 sinnum í hlutanum. Snæfell gekk á lagið skoraði 12 stig og komust í 19-10 með þristum frá Hafþóri, Pálma og Marquis og virtust hitna á augabragði. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 24-14 fyrir Snæfell.

 

Snæfellingar héldu stefnunni og keyrðu hraðann upp eftir stoppin í vörninni og voru komnir mest í 14 stiga mun í leiknum í öðrum hluta 35-19 með troðslu frá Quincy sem leiðist ekki að fá slík augnablik. Nonni Mæju var hvíldur seinni hluta fjórðungsins með 3 villur á bakinu og Stjörnumenn fóru að stilla byssurnar sem höfðu ekki fengið mörg skot.  Marvin og Guðjón náðu strax 4 stigum niður fyrir Stjörnuna en hinn heiti herra Vesturland Haffþór Gunnarsson setti þrjú strax til baka 40-30. Í stöðunni 42-34 með 1:40 á klukkunni settu Stjörnumenn allt í gang og tóku góðann 7-0 kafla með 2 stolnum boltum og 7 stigum frá Keith Cothran og staðan í hálfleik 42-41 fyrir Snæfelli sem misstu niður 14 stiga forskot á svipstundu.

 

 

 

Í hálfleik voru hjá Snæfelli Quincy Cole kominn með 14 stig og 4 fráköst og Nonni Mæju 7 stig. Hjá Stjörnunni var Keith Cothran kominn með 14 stig en Justin Shouse og Guðjón Lárusson með 8 stig hvor.

 

Stjörnumenn héldu áfram að bæta við sprettinn strax í þriðja hluta sem þeir voru á í lok fyrri hálflkleiks. Þeir komust í allt í 11-0 og staðan 41-45 strax í upphafi og virtist Stjarnan vera búnir að ná tökum á boltanum. Snæfell komst strax yfir 46-45 með þrist frá Quincy og Nonni bætti einum til 49-45 og taflið snérist hratt við. Til að sýna að hann gæti líka skotið þristum og ekki óvanur því á fjölunum í Hólminum setti Justinn einn og minnkaði muninn í 55-53.  Kaflakilin voru þó ekki langt undan og komu þau þegar Snæfell sprettaði í 68-55 með stórþristum frá Pálma og Svenna en Stjörnumenn hittu ekkert og eins og þeir væru komnir með sleipefnið á hendurnar aftur. Staðan var 68-59 fyrir lokahlutann.

 

Nonni Mæju sem hafði mest vermt tréverkið vegna villuvandræða kom inn og smellti sínum þriðja þrist í 71-59 og eftir "alley-oop" troðslu Quincy og óíþróttamannslega villu á Fannar Frey var Snæfell komið aftur komið í sinn mesta mun í leiknum 14 stig, 75-61. Nonni skellti þá sínum fjórða þrist áður en hann kvaddi völlinn þetta kvöldið. Þá var komið að meistara Justin Shouse sem skellti tveimur sjóðheitum bombum í hringinn úr stöðunni 80-72 í 80-78 þegar um fjórar mínútur voru eftir en hann fór svo útaf með 5 villur þegar um 2:30 voru eftir og staðan einkar spennandi 82-80.  Marquis Hall smellti þá næstu 5 stigum og líkt og slokknað hefði á Stjörnumönnum eftir að Justin fór af velli en hann gerði Snæfellingum oft erfitt fyrir. Á einni mínútu varð staðan 91-80 fyrir Snæfell og virtust gestirnir ekki hafa uppá meira að bjóða til að krafsa þann mun niður. Quincy Cole sem þykir einkar troðinn og reynir óspart að finna sér slík augnablik kláraði síðustu stig leiksins í með einni troðslu og Snæfell komst áfram í undanúrslit lengjubikarsins með sigri 94-84.

 

 

 

Helsta tölfræði leikmanna.
Snæfell: Quincy Cole 28/11 frák. Jón Ólafur 21. Marquis Hall 14/7 stoðs. Pálmi Freyr 10/4 frák/6 stoðs. Ólafur Torfason 9/10 frák. Hafþór Ingi 6/4 frák. Sveinn Arnar 6. Guðni 0. Þorbergur 0. Egill 0. Magnús 0. Daníel 0.

 

Stjarnan: Justin Shouse 29/4 frák. Keith Cothran 20/5 frák/5 stolnir boltar. Fannar Freyr 12/11 frák. Guðjón Lárusson 10/5 frák/3 stolnir boltar. Marvin Valdimarsson 10/5 frák. Dagur Kár 3. Sigrjón Lárusson 0/4 frák/ 3 stolnir boltar. Tómas Þórður 0. Jovan Zdravevski 0.

 

Fróðleikspunktar.

  • Stjarnan tapaði boltanum 10 sinnum í fyrsta hluta
  • Snæfell gaf 21 stoðsendingu á móti aðeins 7 Stjörnunnar.
  • Stjarnan komst 4 stigum yfir á kafla en Snæfell leiddi mest með 14 stigum tvisvar sinnum í leiknum og tapaði því niður í bæði skiptin.
  • Snæfell eru núverandi Lengjubikarmeistarar.
  • Í einu leikhlé í fjórða hluta var boðið upp á þrumur með rigningu og áhorfendaópum sem er nýtt en introið í Thunderstruck með AC/DC var notað.
  • Tölfræði leiksins 

 

 

Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22