Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.11.2011 14:35

Naumt tap hjá Snæfell gegnKeflavík
Fyrir leikinn var Keflavík í 4. Sæti með 8 stig en Snæfell í 7 sæti með 6 stig og munar ekki miklu frá sætum 3-9. Alltaf eftirvænting eftir leik við Keflavík í Hólminum en Snæfellingar ætluðu að freista þessa að teygja sig í sæti Keflavíkur í það minnsta.

 

Byrjunarliðin:
Snæfell:
Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Egill, Ólafur, Marquis.
Keflavík: Gerard, Parker, Magnús, Cole,  Almar.

 

Keflavík byrjaði betur í upphafi og komust strax í 6-0 og Snæfell lengi í gang í sóknum sínum en Pálmi setti þrist og lagaði startið eilítið.  Keflavík herti þó á og komst í 3-13 með Magga Gnnars  fremstann í þeirri aðgerð. Snæfell tók leikhlé í stöðunni 10-16 og herti róðurinn og náði að jafna 16-16 og svo yfir 21-16 með 11-0 kafla. Kaflaskiptur fyrsti hluti með góðum áhlaupum beggja liða. Staðan eftir fyrtsa hluta 23-16 fyrir heimamenn í Snæfelli. Quincy var að svara fyrir að byrja á bekknum og gaf í fyrir Snæfell þegar hann kom inná.

 

Keflvíkngar komu aðeins hressari í upphaf annars hluta en leikar jöfnuðust fljótt út og liðin að spila jafnann leik framan af. Magnús Gunnarsson einn besti maður Keflavíkur í leiknum fram að þessu lenti í orðaskaki við Rögnvald dómara vegna að virtist 3 ja sekúndna sem hann vildi fá dæmdar á Snæfell sem kostaði hann tæknivillu en því var ekki lokið þar þar sem samræðum var ekki lokið og Magnús var látinn víkja af velli þegar 2:27 voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta drap Keflvíkinga ekki niður þar sem hópur manna voru tilbúnir að berjast áfram aðallega Parker, Gerard og Cole. Snæfell hafði forystuna 43-39 þegar Haffi Gunnars setti niður þrist og leikhlutinn jafn. En hálfleikstölur 49-41 fyrir Snæfell.

 


 

Hjá Snæfelli voru frændurnir Quincy Cole og Marquis Hall með sín hvor 11 stigin en Quincy með 5 fráköst og Marquis 4. Næstur þeim var Nonni Mæju með 10 stig og Hafþór 7 stig. Í liði Keflavíkur voru Parker, Gerard og Cole allir með 10 stig. En næstur þeim var Magnús kominn með 8 stig.

 

Snæfellingar hengu á 10 stiga forystunni framan af þriðja hluta en þrír póstar í hvoru liði héldu að mestu uppi leik liðanna. Keflavík minnkaði muninn í 68-63 með þrist frá Gerard og voru farnir að spila hraðar á Snæfellinga sem slökuðu á taumnum og tóku tíma í umræður um það. Parker setti svo þrist í 68-67 stal boltanum og tróð og Keflavík snéri við blaðinu 68-69. Á lokamínútu þriðja hluta var þristasýning Gunnar Stefáns bætti við einum í 71-72 og Egill Egils fyrir Snæfell á flauti 74-72 fyrir Snæfell fyrir lokafjórðunginn og leikurinn orðinn mjög jafn og skemmtilegur.  

 


 

Hafþór Gunnarsson smellti tveimur þristum og hélt Snæfelli við efnið í stöðunni 86-80 og leikar að æsast. Halldór Halldórsson setti einnig tvo þrista til svars fyrir Keflavík. Snæfell komst þá í 95-87 og ætluðu ekki að gefa eftir forystuna auðveldlega.  Staðan var 97-93 fyrir Snæfell þegar tvær mínútur voru eftir. Halldór lagaði stöðuna fyrir Keflavík í 99-96 með sínum þriðja þrist og Jarryd Cole tróð fyrir 99-98 og fór svo útaf með fimm villur en Snæfell missti boltann í þriðja sinn og Keflavík nýtti það ekki . Þegar 18 sek voru eftir setti Quincy niður víti 100-98 og leikhlé tekið. Keflavík jafnaði 100-100 með skoti frá Parker og 9 sek eftir.  Snæfell klikkaði á sókn sinni undir lokin sem hefði getað klárað leikinn en Quincy var ónákvæmur á gefnu sniðsskoti og framlenging raunin.

 


 

Marquis setti fyrstu stigin með þrist 103-100 og Hafþór Gunnars bætti við tveimur í 109-104 en Keflavík með Parker komust nær 109-108. Halldór jafnaði fyrir gestina 109-109 af vítalínunni og háspennuleikur í gangi. Liðin skiptust á að skora mest á vítalínunni fram undir lokin en Ólafur Torfason jafnaði 113-113 af vítalínunni. Parker náði tveggja stiga skoti 113-115 og Snæfell fékk leikhlé þegar 1.8 sek voru eftir sem nýttist þeim ekki þegar Gunnar Stefáns  komst inn í sendinguna af innkastinu og góður sigur Keflavíkur 113-115.

 

Stigahæstir voru hjá Snæfelli, Hafþór Gunnars 23 stig sjóðandi á þristunum með 5 slíka á ögursrundum og Quincy Cole 23/12 frák/4 stoðs. Jón Ólafur 22/5 frák/4 stoðs. Marquis Hall 20/5 frák/9 stoðs. Pálmi 14 stig.

 

Hjá Keflavík var Steven Gerard í stuði með 36/4 frák/5 stoðs. Parker var gríðalega heitur og fékk að skora að vild með 32/12 frák. Jarryd Cole  23/10 frák. Einhverra hluta vegna var Halldór Halldórsson ekki á stattinu og má taka einhverjar tölur þar með fyrirvara en hann var allavega með 4 þrista og í allt 14 stig+.

 

Símon  B. Hjaltalín.
Myndir: Eyþór Benediktsson

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50