Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.11.2011 23:14

Slæmt tap i Hafnarfirði

Umfjöllun: Öruggur sigur Hauka í Schenkerhöllinni
23 11 2011 | 21:34

Umfjöllun: Öruggur sigur Hauka í Schenkerhöllinni

Haukar unnu frekar auðveldan 80-55 sigur á liði Snæfells í kvöld þegar liðin mættust í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Haukar hafa verið á miklu skriði undan farið og unnið síðustu fjóra leiki sína og með sigrinum í kvöld fara Hafnarfjarðarstúlkur upp í þriðja sæti IE-deildarinnar.
 
Snæfellstúlkur voru hreinlega ekki mættar á svæðið í upphafi leiks og nýttu Haukar sér það. Rauðar fengu auðveld skot og þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í vörninni. Íris Sverrisdóttir kom Haukum strax í 6-0 með tveimur þriggja stiga körfum og í stöðunni 12-0 tók Ingi Þór, þjálfari Snæfells leikhlé. Eftir leikhléið tóku Snæfellsstúlkur sig örlítið saman í andlitinu og þá sérstaklega í vörninni. Gestirnir náðu að takmarka skaðan og leiddu Hauka með 12 stiga muninum sem þær náðu í upphafi þegar leikhluanum lauk. Staðan 26-14 eftir fyrsta leikhlua
 
Það var það sama uppi á teningnum í öðrum leikhluta og var í þeim fyrsta. Haukar héldu áfram að fá opin skot sem þær nýttu vel og voru komnar með glimrandi nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik. Fátt gekk upp hjá Snæfellsstúlkum og voru tíðar ferðir á vítalínuna í raun þeirra líflína. Haukar kláruðu fyrri hálfleik með 16 stiga mun, 46-30, og fátt sem að benti til þess að Snæfell myndi ógna mun þeirra á nokkurn hátt.
 
Haukar leyfðu sér að prufa nýja hluti í vörninni í seinni hálfleik þar sem að þær skiptu yfir í maður á mann svæðisvörn. Munurinn hélst sá sami í raun út leikhlutann í ljósi þess að örfáar körfur litu dagsins ljós í leikhlutanum. Snæfell spilaði þó mun betur en þær höfðu gert framan af og enduðu leikhlutann með jafn mörg skoruð stig og Haukar eða átta talsins.
 
Haukar bættu í í loka leikhlutanum og náðu að keyra muninn upp í 27 stig. Snæfell kom aðeins til baka og minnkaði muninn niður í 21 stig. Hildur Sigurðardóttir sem jafnan er illviðráðanleg fann sig engan veginn í leiknum og munar um minna fyrir Snæfellsliðið. Hildur skoraði sín fyrstu stig í fjórða leikhluta og fór á endanum útaf með 5 villur. Haukar unnu að lokum verðskuldaðan sigur þar sem varnarleikur þeirra sem og góð hittni skóp sigurinn. Leiknum endaði með 25 stiga sigri Hauka 80-55.
 
Jence Rhoads var með flotta tvennu þegar hún gerði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar og Íris Sverrisdóttir kom henna næst með 19 stig og 9 fráköst.
 
Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow einnig með myndarlega tvennu en hún skoraði 21 stig og tók 17 fráköst og Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og 11 fráköst.
 
 
emil@karfan.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52