Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.11.2011 22:29

Góðar fréttir úr körfunni hjá Víking

Karfa: Minnibolti 11 ára

Laugardaginn 19. nóvember héldu krakkarnir í Minnibolta 11 ára frá Víking/Reyni í langt ferðalag til Ísafjarðar þar sem þau tóku þátt í keppni á Íslandsmóti D-riðils þar sem þau kepptu við lið KFÍ og Njarðvík B en lið Fjölnis átti líka að vera á mótinu en forfölluðust, þar með vorum við kominn strax með einn sigurleik.

Eftir langa bílferð og bátsferð með Baldri var komið á Ísafjörð og fyrsti leikur var gegn liði Njarðvíkur B. En Njarðvík sá aldrei til sólar í þeim leik og Víkingur/Reynir sigruðu leikinn mjög örugglega 60-19.

Þar sem KFÍ vann einnig lið Njarðvíkur B, þá var seinni leikur dagsins úrslitaleikur um hvort liðið sigruðu riðilinn og kæmust þar með upp í C-riðil.

Leikurinn byrjaði mjög jafnt og KFÍ voru yfir 12-8 eftir 1.leikhluta, einnig var 2.leikhluti mjög jafn en okkar krakkar komust reyndar yfir og voru yfir í hálfleik 18-25.

En eftir það þá sigldi Víkingur/Reynir fram úr og hreinlega völtuðu yfir KFÍ í næstu tveimur leikhlutum sem endaði með því að Víkingur/Reynir fór með sigur af hólmi 27-59 frábær sigur!

Með því þá komst Víkingur/Reynir upp úr D-riðli í C-riðil þar sem þeir munu leika þegar næsta mót fer fram, frábær árangur hjá þessum krökkum sem hafa þar með farið upp um tvo riðla á tveimur mótum.

Var fagnað vel í lok leiks áður en haldið var á veitingastað þar sem fengið var sér að borða áður en haldið var heim. Frábær ferð sem heppnaðist vel og vill undirritaður þakka krökkunum og bílstjórum kærlega fyrir ferðina.

 

Sama dag fór svo fram leikur hjá Mfl. Víkings Ólafsvíkur í kennaraháskólanum í Rvk gegn liði Smára frá Varmahlíð. Leikurinn byrjaði jafn og í lok 1.leikhluta var staðan 17-19 Víking í vil, en svo átti Víkingur betri kafla í 2. leikhluta þar sem þeir skoruðu 26 gegn 18 frá Smára og voru því yfir í hálfleik 35-45.

En Smáramenn gáfust ekki upp og leikurinn var jafn seinustu tvo leikhlutanna en Víkings-menn náðu þó alltaf að halda í forystuna og leikurinn endaði með sigri Víkings 76-86.

Næsti leikur hjá Víkingi Ólafsvík er svo heimaleikur næstkomandi laugardag 26.nóvember gegn liði ÍBV, allir á völlinn!

 

Kv. Jens

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50