Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.11.2011 18:25

Víkingur með öruggan sigur

3-9 sigur á KB í futsal

20. nóvember 2011 klukkan

Víkingar báru í dag sigurorð af KB í fyrsta leik futsal-keppnistímabilsins 3-9. Leikið var í Kórnum Kópavogi þar sem KB-menn leika heimaleiki sína í riðlinum. Staðan í hálfleik var 2-4 Víkingum í vil þar sem Steinar Már Ragnarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Tomasz Luba skoruðu sitt markið hvor auk þess sem KB-menn urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Víkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sáu Guðmundur Magnússon, Fannar Hilmarsson, Ragnar Smári Guðmundsson, Ólafur Hlynur Illugason og Heimir Þór Ásgeirsson um að bæta við fimm mörkum. Staðan var því 9-2 allt þar til í lokin þegar KB-menn minnkuðu muninn og þar við sat. Frammistaða liðsins í heild var góð, Einar var að vanda öruggur í markinu auk þess sem Ejub var duglegur að rótera útispilurunum.

Víkingar fara vel af stað og ljóst að þeir ætla fylgja eftir góðum árangri frá síðustu keppni þar sem liðið hafnaði í öðru sæti. Næsti leikur verður háður í Ólafsvík þar sem Víkingar fá Aftureldingu/Hvíta Riddarann í heimsókn þann 30. nóvember. 

Víkingur

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10