Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.11.2011 09:05

Snæfell tók þátt í afmælisgjöfinni

Umfjöllun: Stólarnir gáfu Kára sigur í afmælisgjöf
20 11 2011 | 23:00

Umfjöllun: Stólarnir gáfu Kára sigur í afmælisgjöf

Boðið upp á hörkuleik í Síkinu í kvöld sem endaði eins og allir leikir eiga enda, með sigri Tindastóls. Eftir leikinn tóku svo allir leikmenn og áhorfendur lagið og sungu afmælissönginn fyrir Kára Marísson sem er, ótrúlegt en satt, sextugur í dag!
Leikurinn var þrælskemmtilegur alveg frá byrjun til enda eins og oft vill verða þegar Tindastóll vinnur en Tindastólsliðið leiddi leikinn meira og minna allan tímann með nokkrum stigum og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar.
 
Strákarnir byrjuðu ágætilega, Helgi Rafn tók að sér að klára fyrstu sóknirnar í leiknum en stigaskorið var vel dreift og allir strákarnir voru að leggja nokkur lóð á vogarskálina. Eins og áður sagði voru það Tindastólsstrákarnir sem sáu um leiða leikinn en Snæfellingar að elta. Nonni Mæju var einna erfiðastur í liði Snæfellinga en Nonni er með fulla vasa af körfuboltatöfrabrögðum sem hann nýtti óspart í fjórða leikhlutanum. Það var svona helsta ástæðan fyrir því að eltingarleikur Snæfellinga virtist ætla að takast þegar Snæfellingar komust yfir í næstum því fyrsta skipti í leiknum þegar ein mínúta og 46 sekúndur voru eftir, 78-79.
 
En Tindastólsstrákarnir voru ekkert á því að fara á taugum, Svavar Birgis setti þrist í næstu sókn og kom okkur yfir 81-79 og eltingarleikurinn hófst á ný en í þetta skiptið voru vígstöðvarnar færðar yfir á vítalínu Snæfellinga. Svavar Birgis eða Svavar svellkaldi setti niður þrjú af fjórum og Moe setti síðan bæði sín niður þegar 10 sekúndur voru eftir sem komu okkur í 86-83. Síðasta sókn Snæfellinga endaði á vítalínunni þegar 4.6 sekúndur voru eftir og Marquis Hall hjá Snæfell skoraði úr fyrra en klúðraði seinna. Tindastóll náði frákastinu og ,,game over" - 86-84.
 
Flott frammistaða hjá Tindastól í leik sem verður kannski ekki flokkaður sem mikilvægasti leikur í sögu körfuboltans í Skagafirði en engu að síður virkilega gott fyrir strákana að fá smá sigurtilfinningu í magann. Það er vel að merkja framför hjá strákunum og virkilega gaman að sjá að menn eru komnir með almennilegt blóð á tennurnar í varnarleiknum.
 
Eins og áður sagði þá var sigurinn tileinkaður Kára Marísson, frumkvöðul og körfuboltarisa hérna í Skagafirði. Það var kannski vel við hæfi að leikurinn vannst á vítalínunni en Kári hefur ekki klúðrað mörgum vítum á ævinni, hvorki á æfingu eða leik. Sagan segir meira segja að Kári hafi bara brennt af tveimur vítum, einu sinni í leik í barnaskólasalnum á móti Ungmennafélagi Hrunamanna og einu sinni á æfingu árið 1993 en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það.
 
Við óskum Kára að sjálfsögðu með afmælið þótt að við trúum því náttúrulega engan veginn að kappinn sé orðið sextugur.

Snæfell tapaði naumt gegn Tindastóli sem hafði forystu mest allann leikinn Leikar fóru 86-84 fyrir Stólunum og ljóst að um hreinann úrslitaleik í Lengjubikarnum verður að ræða þegar Stjarnan mætir í Hólminn sunnudaginn 27. nóvember n.k. Snæfell og Stjarnan eru bæði með 4 stig en Snæfell ekki með nema +1 stig innbyrðis við Stjörnuna og verður um hörkuleik að ræða sem sker úr um hvort liðið tekru efsta sætið og fer í undanúrslitin.

 
Texti: Björn Ingi Óskarsson. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50