Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.11.2011 18:38

Auðvelt hjá Snæfellsstúlkum
Snæfellsstúlkur tóku á móti Val í Iceland express deild kvenna í Stykkishólmi. Valur í 7. Sæti með 4 stig en Snæfell 5. Sæti með 6 stig og lítill munur á milli liða á þessum slóðum. Þess má geta að þetta var 1000. leikur sem Einar Þór Skarphéðinsson dæmir.

 

Byrjunarliðin:

  • Snæfell: Kieraah, Hildur Björg, Hildur Sig, Helga Hjördís, Alda Leif.
  • Valur: Þórunn, Unnur Lára, Melissa, Kristrún, María Ben.

 

 

Leikurinn fór varlega af stað og liðin stilltu vel upp og fóru sér engu óðslega. Snæfell komst strax í 7-3 með þrist frá Öldu Leif sem stal svo bolta í næstu sókn. Valsstúlkur hertu heldur betur á vörninni og náðu góðum stoppum á Snæfell sem skilaði þeim minnkandi mun 9-8. Snæfell aftur á móti lét það ekki trufla sig og keyrðu hratt á Val sem skilaði þeim 9-1 kafla og staðan fljótt orðin 18-9 og Hildur Sigurðardóttir var líkt á frjálsíþróttamóti í hlaupunum. Valsstúlkur fóru að hitta illa í sóknum sínum og voru með slaka nýtingu.  Staðan eftir fyrsta hluta 27-17 fyrir Snæfell.

 

Snæfell byrjaði af gríðalegum krafti 12-0 þar sem Sara Mjöll var í hörkustuði með 9 stig í upphafi. Valsstúlkur misstu allann varnaleik frá sér og voru seinar að loka á þær á meðan allt gekk upp Snæfellsmegin. Alda Leif kom Snæfelli með stórum þrist í 42-17 og Valur ekkert búnar að skora í öðrum hluta þegar staðan var 46-17 fyrir Snæfell og annað leikhlé Vals tekið eftir fjögra mínútna leik. 23-0 varð kafli Snæfell áður en karfa kom frá Guðbjörgu Sverrisdóttur og gestum. Snæfell valtaði yfir Val í öðrum hluta 31-8 og staðan í hálfleik 58-25.

 

Atkvæðahæstar í hálfleik liði Snæfells voru Hildur Sig með 15 stig og 9 fráköst, Kieraah Marlow og Alda Leif með 13 stig hvor og Alda 3/3 í þristum. Sara Mjöll kom svo með 9 stig. Hjá Val var Kristrún Sigrjónsdóttir með 9 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir 8 stig. Tveggja stiga skotnýtingin var 63% hjá Snæfelli gegn 20% hjá Val.

 

Fyrstu tvö stig Melissu Leichlitner komu í upphafi þriðja hluta og auðvitað vantaði meira framælag frá henni líkt og öðrum.  Snæfell voru þó alltaf í einhverjum gæðaflokkum fyrir ofan Val og 40 stig skildu liðin af um miðjann þriðja fjórðung 73-33.  Valur náði þó að minnka muninn um 10 stig með góðri stemmingu en Guðbjörg Sverrisdóttir og María Ben létu til sín taka og staðan 75-45 fyrir Snæfell og Valur barðist við að reyna að komast inn í leikinn. Staðan eftir þriðja hluta 79-47 fyrir heimastúlkur en leikhlutinn 20-22 fyrir Val.

 

Lítið breyttist í fjórða hluta í leiknum. Valur réði lítið við Kieraah hjá Snæfelli sem var komin með 31 stig og engin sem gat stoppað hana í teignum þar sem hún var auk þess komin með 14 fráköst. Það var Alda Leif sem rauf 100 stiga múrinn fyrir Snæfell með þrist en það er ekki oft eða aldrei sem Snæfell hefur sett 100 + á töfluna leyfi ég mér að fullyrða. Leikurinn endaði 102-73 í fyrirhafnalitlum sigri Snæfells.

 

Stigaskor Snæfells: Kieraah Marlow 31/16 frák/5 stoð. Hildur Sig 24/13 frák/8 stoð. Alda Leif 18/4 frák/ 5 stoð. Sara Mjöll 9/4 frák. Hildur Björg 6/5 frák. Helga Hjördís 6/5 frák. Ellen Alfa 4. BJörg Guðrún 2. Rósa Kristín 2.

 

Stigaskor Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 20/4 frák. Hallveig Jónsdóttir 12/5 frák. María Ben 12. Kristrún Sigrjónsdóttir 9. Melissa Liechlitner 6/5 frák/4 stolnir. María Björnsdóttir 6. Ragnheiður Benónísdóttir 2/7 frák. Þórunn Bjarnadóttir 2. Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2/3 frák. Margrét Einarsdóttir 2. Berglind Karen 0/4 frák/4 stoð.

 

Punktar eftir leikinn:
    Snæfell skorar 102 stig í leiknum gegn 73 Vals
    Valur hafði 20-0 innbyrðis en Snæfell rétti það við um 9+.
    Snæfell var með helmingi hærri framlagsstig 120/60 eftir leikinn.

 

Símon B. Hjaltalín.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52