Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.11.2011 17:43

Mikilvægur sigur hjá Snæfellsstúlkum

Umfjöllun: Alda Leif stigahæst í sigri Snæfells á Fjölni
16 11 2011 karfan.is

Umfjöllun: Alda Leif stigahæst í sigri Snæfells á Fjölni

Fjölnisstúlkur mættu í Hólminn verandi í 6. sæti með 4 stig en Snæfell í neðsta sæti en einnig með 4 stig. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið að fá stig í þessari súpu sem er þarna í 4. - 8. sæti deildarinnar.
 
Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Hildur Sig, Hildur Björg, Helga Hjördís, Kieraah, Alda Leif.
Fjölnir: Brittney, Katina, Birna, Erla Sif, Eva María.
 
Snæfell byrjaði á fínum spretti og komust í 10 -2 með þristum frá ÖlduLeif og Helgu Hjördísi áður en Fjölnir tók tíma í spjall þar sem sóknir þeirra runnu mikið í hendur Snæfells bæði í fráköstum og töpuðum boltum. Fjölnisstúlkur voru hittu illa þrát fyrir ágætis færi og þegar tvær mínútur voru eftir höfðu þær einungis skorað 6 stig gegn 21 Snæfells og hefur sést meiri ákveðni úr Grafarvoginum. Staðan eftir fyrstu lotu var 21-12 fyrir Snæfell.
 
Snæfell hélt Fjölni tíu stigum á eftir sér framan af öðrum hluta en liðin skiptust á að skora þó Snæfell hefði forskot á flestum sviðum leiksins. Alda Leif smellti einni stórri úr 33-19 í stöðuna 36-19 og Snæfell var að auka forskotið rétt fyrir hálfleiksflautið og kitluðu 20 stiga muninn 44-24 þegar mínúta var eftir, en Fjölnir kom með 5 stig strax í kjölfarið 44-29 eiturhressar. Hálfleikstölur voru 46-29.
 
Atkvæðamestar í Snæfelli voru Alda Leif með 17 stig og var gríðalega öflug í leiknum en næst henni kom Kieraah með 11 stig og 5 fráköst. Flestir leikmenn voru þó sprækir og gáfu fínt framlag. Hjá Fjölni var Brittney komin með 14 stig og var líkt og ein á vellinum á köflum en næst henni var Eva María með 6 stig. Katina Mandylaris var komin með 4 stig og 4 fráköst en vermdi tréverkið þar sem henni áskotnuðust 3 villur snemma í leiknum.
 
Fjölni gekk lítið að komast inn í leikinn en Snæfell hafði leikinn auðveldlega í höndum sér. Brittney Jones reyndi hvað hún gat en var komin með 4 ofaní í tveggja stiga körfum af 18 reyndum. Á meðan var Alda Leif að fara á kostum í liði Snæfells og setti nánast allt ofan í sem hún reyndi. Staðan eftir þriðju lotu var 62-42.
 
Fjölnir áttu flott áhlaup strax í fjórða hluta og minnkuðu muninn um 11 stig úr 67-44 í 67-55 þar sem þær náðu fráköstum og keyrðu leikinn alveg á fullt með Brittney og Katina fremstar í skori. Snæfell klúðraði hverju skotinu á fætur öðru og létu ýta sér algjörlega út úr þeim þægilega leik sem þær að minnsta kosti héldu að þær hefðu í hendi sér. Never say never sagði Bieber og það gerðu Fjölnisstúlkur líka þegar þær höfðu minnkað muninn í 6 stig 67-61 með glæsilegur sprettkafla og svo setti Brittney þrist fyrir Fjölni í 69-66 og 1:36 eftir áður en Snæfell tók leikhlé.
 
Brittney var komin með 37 stig og hún og Katina virtust vera þær einu á vellinum sem gætu skorað. Leiknum lauk þó með sigri Snæfells 73-68.

Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 24/4 frák/5 stoð/3 stolnir. Kieraah Marlow 14/11 frák. Hildur Sig 11/7 frák/6stoð. Helga Hjördís 8/5 frák. Hildur BJörg 7/7 frák. Ellen Alfa 7. Sara Mjöll 2. Björg Guðrún 0. Rósa Kristín 0. Aníta Rún 0.
 
Fjölnir: Brittney Jones 37/8 frák/7 stoð/3 stolnir. Katina Mandylaris 14/13 frák. Eva Emilsdóttir 6. Birna Eiríksdóttir 6. Erla Sif 4. Bergdís Ragnarsdóttir 1. Heiðrún Harpa 0. Sigrún Anna 0. Dagbjört 0. Guðbjörg 0. Margét Helga 0. Telma María 0.
 
 
Puntkar úr leiknum:
 Brittney Jones skoraði 14 í fyrri hálfleik en 23 í þeim seinni.
 Þar af komu 17 stig frá henni í fjórða hluta
 Katina skorarði 7 af 10 stigum seinni hálfleiksstigum sínum í fjórða hluta.
 Snæfell hafði tekið 10 fleiri fráköst í fyrri hálfleik en Fjölnir náði því í 39/36 aðallega í fjórða hluta þar sem þær áttu flest öll fráköst á vellinum.
 Alda Leif spilaði flottan leik fyrir Snæfell með 75% nýtingu í tvistum, 57% í þristum 4/7 og 100% 6/6 í vítum ásamt því að spila hörkuvörn.
 Snæfell skaust upp í 5. Sætið og skildi Fjölni eftir á botninum, en staðan gríðalega jöfn frá 4 .- 8. sæti.
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50