Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

31.10.2011 15:48

Snæfell hafði betur í framlengingu

Snæfell marði Tindastól í Lengjubikarnum


31. október 2011

Stórslemmuleikur var í Lengjubikarnum í Hólminum í gærkveldi þegar Snæfell fékk Tindastól í heimsókn. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að ganga hjá þessum liðum að undanförnu, sérstaklega ekki Stólunum sem skiptu um þjálfara á dögunum en þar er nú kominn við stjórnvölinn Hólmarinn Bárður Eyþórsson sem mætti að nýju á sinn gamla heimavöll. Leikurinn var hörkuspennandi frá upphafi til enda, mikil keyrsla og tilþrif. Framlengja þurfti eftir venjulegan leiktíma en Snæfellingar náðu að lokum að knýja fram sigur, 93:91.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og aldrei mikill munur á liðunum. Staðan í leikhléi 40:39 fyrir Snæfelli. Tindastólsmenn náðu síðan góðum tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiks og komust mest í 11 stiga forustu, en heimamenn gerðu vel að laga stöðuna í 60:62 fyrir lokakaflann.

 

 

 

 

Tindastólsmönnum tókst aftur að slíta sig frá í byrjun síðasta leikhluta, en sveiflur voru í leiknum og hvorugt liðið vildi gefa sinn hlut. Snæfell var komið yfir 78:74 þegar ein og hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Tindastóli tókst að brúa það bil og komast tveimur stigum yfir 83:81 og aðeins hálf þriðja sekúnda eftir þegar Snæfellingar tóku leikhlé. Sá tími dugði Pálma Frey Sigurgeirssyni til að jafna metin með sniðskoti 83:83. Sama spennan hélt síðan áfram í framlengingunni og segja má að þá hafi úrslitin ráðist á vítalínunni. Tindastólsmenn voru að klikka á sínum skotum, en Snæfellingar sýndu meira öryggi og náðu að lokum að knýja fram sigur, 93:91.

Hjá Snæfelli var Marquis Hall stigahæstur með 30, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Quincy Cole var með 14 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14 og 4 fráköst, Hafþór Gunnarsson 11 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 8 stig og 4 stoðsendingar, Ólafur Torfason 7 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Pálmi Freyr 6 stig og 4 fráköst og Egill Egilsson 3 stig. Hjá Tindastól var Trey Hampton með 20/7 frák/3 stoð og Friðrik Hreinsson 18/3 frák/5 stoðs.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19