Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

30.10.2011 21:02

Snæfellsstúlkur unnu Hamar 80-70

Umfjöllun: Snæfell færði Hamri fjórða deildartapið í röð
Karfan.is

Umfjöllun: Snæfell færði Hamri fjórða deildartapið í röð

 
Hamarsstúlkur, sem hafa það hlutskipti eftir 3 leiki í deildinni að verma botnsætið, mættu í Hólminn og tókust á við Snæfell sem var sæti fyrir ofan. Ingi Þór sat í stúkunni og tók út leikbann í þessum leik.
Byrjunarliðin:
Snæfell: Hildur Sig, Hildur Björg, Alda Leif, Helga Hjördís, Kieraah Marlow.
Hamar: Hannah Tuomi, Samantha Murphy, Jenný Harðar, Álfhildur, Kristrún Rut.
 
Snæfell byrjaði á ferskari endanum og áttu fyrstu fjögur stigin og Hamar vaknaði á 6:53 og settu sína fyrstu körfu og komust svo í 7-9 eldhressar. Stúlkurnar voru farnar að hitna í báðum liðum en Snæfell strögglaði þó meira í sínum aðgerðum og fengu Hamarsstúlkur oft körfu og villu að auki og kláruðu þau skot. Snæfell hékk þó ekki langt undan og gekk erfiðlega að koma niður auðveldum skotum á meðan Hamar nýtti sín betur hinumegin. Staðan var 15-20 fyrir Hamar eftir fyrsta hluta.
 
Samantha Murphy fór mikinn fyrir Hamar á upphafsmínútum annars hluta og kom Hamri í 15-29 með stolnum boltum og þriggja stiga körfum, allt í fleirtölu. Snæfell hafði einungis skorað þrjú stig gegn sterkri svæðisvörn gestanna undir miðjann hlutann og lítið sem ekkert að sjá á leik þeirra sem gaf til kynna endurkomu í leikinn að ráði. En þær sýndu annað og áttu 13-1 kafla sem gaf þeim allann séns í leikinn aftur og með því svara svæðisvörninni með svæðisvörn og staðan varð 30-32 í hálfleik.
 
32-32 hófust leikar í þriðja hluta og Hildur Sigurðardóttir fylgdi eftir með þrist 35-32 og spretturinn hjá Snæfelli varð 18-1 áður en Hamar skoraði. Hamarsstúlkur stigu þó skrefið fram fyrir og náðu forystunni 37-41 á svipaðann hátt og áður í leiknum þar sem Snæfell strögglaði í sóknum sínum en þá kom Björg Guðrún inná og jafnaði 41-41 með einum ísköldum úr horninu. Taflið snerist svo við þegar Snæfell sótti hratt á og náði 51-46 forskoti þar sem Hamar fór að hitta illa, mjög kaflaskiptur leikur í gangi og staðan 55-49 fyrir Snæfell fyrir lokasprettinn í leiknum.
 
Snæfell náðu að halda sér á forystuskónum og var staðan 63-54 undir miðjann hluta þegar Lárusi fannst tími til kominn að ræða málin við sit lið sem komst ekki mikið inn í leikinn til að sækja á. Hildur Sigurðardóttir sá um 6 stig fyrir Snæfell með hraðaupphlaupum og setti miðið fyrir Snæfell á lokasprettinum. Þær komust í 75-59 þegar talið var niður í síðustu þrjár mínútur leiksins. Hamar fóru að pressa um allan völl til að reyna að fá boltann en sóknir runnu út í sandinn oft en mikið var stólað á Samantha Murphy í þriggja stiga skotum en Snæfell tók fráköstin og kláruðu leikinn sannfærandi í fjórða hluta og unnu 80-70.
 
 
Umfjöllun: Símon Hjaltalín

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16