Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.10.2011 23:05

Blakveisla í Stykkishólmi nú um helgina


 

Íþróttaviðburður ársins í Stykkishólmi!


Nú er komið að því! Leikið verður í íslandsmeistaramóti 3ju og 4ju deilda í blaki helgina 29. - 30. okt í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Hingað eru að koma 24 lið af blakkonum til að keppa á laugardag og sunnudag. Mótið hefst kl 08:00 á lau og er spilað til 20:00 um kvöldið og aftur frá 08:00 á sunnudag.  Við vonum að Hólmarar gefi sér tíma til að kíkja á mótið og fá sér kaffi og meðí í litlu sjoppunni okkar og styrkja þannig deildina okkar.

 

  • Snæfell mun spila kl 09:00, 12:00 og 17:00 á laugardag.
  • Einnig er Víkingur Reynir með lið
  • Leikjaniðurröðun sunnudags ræðst af úrslitum laugardagsins.

 

Blakdeild Snæfells mun sömu helgi hefja sölu á happadrættismiðum sem er fjáröflun deildarinnar fyrir veturinn. Vinningaskráin er enn glæsilegri en í fyrra og má þar nefna kr. 20.000,- inneign í Bónus, kr. 10.000,- bensínúttekt hjá Orkunni, olíutékk hjá Dekk og smur, útað borða hér og þar, gistingar á hótelum og fullt af öðrum vinningum, inneignum og gjafabréfum á ólíklegustu stöðum. Miðaverð er það sama og í fyrra eða kr. 1.000,- Við munum svo gleðja hjörtu bæjarbúa með því að ganga í hús og bjóða miðana til sölu í nóvembermánuði og svo verður dregið þann 1. des.

  • Miði er tækifæri, munið það!!! 

Stjórnin

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52