Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.10.2011 00:07

Snæfell tapaði fyrir ÍR

Eftir leik í Hellinum: Kjaftshögg að fá á sig 35 stig í fyrsta leikhluta
27 10 2011 |

Eftir leik í Hellinum: Kjaftshögg að fá á sig 35 stig í fyrsta leikhluta

 
Níels Dungal var að öðrum ólöstuðum einn sterkasti maður ÍR í kvöld þegar liðið lagði Snæfell í Iceland Express deild karla. Kappinn var að vonum sáttur með sigurinn eftir tvo tapleiki í síðustu umferðum og sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir ÍR-liðið.
,,Sigurinn var mikilvægur fyrir andann í liðinu og þá sérstaklega þegar vantar hjartað í liðið, Sveinbjörn Claessen, og besta sóknarmanninn, Jimmy Bartolotta," sagði Níels og kvaðst sáttur með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
 
,,Við byrjum á hörku leikjum, töpum fyrir nýliðum Þórs sem eru með gott lið og svo vita allir stærð Grindvíkinga en með sigri á Snæfell og vera 2-2 í deildinni eftir fjórar umferðir er áægtt með menn í meiðslum."
 
Hvað áttu von á að svona sigur geri fyrir hópinn?
,,Þetta þjappar hópnum saman, þegar vantar tvo svona sterka leikmenn þá axla aðrir meiri ábyrgð og það verða allir orðnir sterkari og betri þegar Jimmy og Sveinbjörn koma inn," sagði Níels og viðurkenndi að ÍR-ingar hefðu verið full gestrisnir í upphafi leiks.
 
,,Það var kjaftshögg að fá á sig 35 stig í fyrsta leikhluta og þetta var hreint ekki vel gert af Hólmurum, hélt ég þekkti þá betur en þetta," sagði Níels í léttum tón. ,,Annars skora þeir bara 45 stig í næstu þremur leikhlutum svo það er ekki hægt að vera annað en sáttur.
 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells kvaðst alls ekki ósáttur við sína menn í kvöld þó vissulega væri grautfúlt að tapa.
 
,,Við fórum í svona ,,comfort zone" í fyrsta leikhluta og spiluðum gríðarlega vel á öllum vígstöðfum og skiptum hraustlega inn á völlinn, það voru allir klárir en svo töpum við 29-11 í öðrum leikhluta," sagði Ingi og talaði um að Snæfellsliðið hefði orðið bensínlaust á lokasprettinum.
 
,,Mér fannst vanta villur undir körfunni í lokin og í staðinn koma ÍR-ingar með hraðaupphlaup í bakið á okkur, þetta var bara svoleiðis leikur og mér fannst hann fara frá okkur þegar ÍR nær að sprengja upp vörnina okkar með boltum á veiku hliðina og setja niður tvo til þrjá þrista. Þá var komin smá brekka hjá okkur en við hættum ekki og áttum smá séns hér í lokin en urðum bara bensínlausir," sagði Ingi sem er að innleiða Marquis Hall í stöðu leikstjórnanda eftir að félagið lét Brandon Cotton fara.
 
,,Ég er alls ekki ósáttur við liðið í kvöld, við sýndum að við erum stutt komnir í því sem við erum að gera, erum eiginlega á byrjunarreit en við börðumst svo ég er þokkalega ánægður en ég er aldrei ánægður með tap, bara grautfúll yfir því."
 
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Níels fór mikinn í Hellinum í kvöld
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24