Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.10.2011 08:55

Mostri vann Patrek sannfærandi

Mostramenn ferskir á heimavelli
22 10 2011

Mostramenn ferskir á heimavelli

 
Mostri Stykkishólmi mætti Patreki sem skipað er brottfluttum Patreksfirðingum í höfuðborginni en íþróttafélag Patreksfirðinga á Patró heitir Hörður ykkur til upplýsinga. Mostri í Stykkishólmi tók því á móti Patreki eftir að hafa unnið síðasta leik með 42 stigum gegn Heklu í 2. deild. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem Patreksmenn komust illa og lítið inní leikinn og staðan 39-24 í hálfleik.
Leikurinn fór 75-55 fyrir Mostra en Patrekur átti fína spretti inn á milli þess sem Mostramenn slökuðu á taumnum en þeir náðu aldrei að færa það sér í nyt. Mostramenn hlupu fljótt á Patreksmenn og komumst í 20 stiga mun í seinni hálfleik og í fjórða hluta var mest beðið eftir að nýja klukkan í íþróttahúsinu í Hólminum sem var vígð í þessum leik, teldi niður í lokaflautið. Nokkuð af áhorfendum var á leiknum og greinilega ekki körfuboltasvelti í Stykkishólmi. Óskar Hjartarson átti flottann leik fyrir Mostra með 17 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar.
 
Stigahæstir hja Mostra:
Þorbergur Sæþórsson 22 stig og 10 fráköst. Óskar Hjartarson 17 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar, Árni Ásgeirsson 12 stig, 13 fráköst, Gulli 10 stig, 7 fráköst, 9 stoðsendingar.
 
Stigahæstir hjá Patrek:
Víkingur 16 stig. Ólafur Long 9 stig. Óli Ingi 9 stig.
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16