Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.10.2011 16:00

Snæfell tapaði í Þorlákshöfn

Þór stal sigri í lokin

Þórsarar í Þorlákshöfn stálu sigri í lokin eftir að hafa verið undir 78-83 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Darrin Govens setti þá þrist og kom Þr nær 81-83 og svo tvo til þegar þeir jafna 83-83 þegar um hálf mínúta var eftir. Leikhlé var þegar 11 sekúndur voru eftir og kláraði Marko Latinovic svo dæmið úr lay-up 85-83 og naumt tap Snæfells í jöfnum leik.

 


Þór var yfir í upphafi leiks eftir fyrsta hluta 18-14 en Snæfell herti á tökunum og jafnaði 21-21 og komust yfir i kjölfarið. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og staðan í hálfleik 41-41. Liðin skiptust á að skora og var munurinn varla meiri en 6 stig til eða frá. Staðan var 64-68 fyrir Snæfell eftir þriðja hluta sem héldu því að vera yfir mest yfir fjórða hlutann en létu sigurinn renna sér úr greipum í lokin. 

 

Það er alveg ljóst að það er flott og skemmtileg deild sem bíður okkar í vetur og ekki farið í einn einasta leik með gefinn sigur fyrirfram.

 
 
Hjá Snæfelli var Brandon Cotton með 35 stig og enga stoðsendingu. Pálmi 13/4 stoð.
Nonni 9/9 frák/4 stoð. Quincy Cole 8/14 frák og hitti einungis úr 2 af 10 úr tveggja stiga skotum sínum.
 
 
Hjá Þór var Darrin Govens gerði 27 stig og gaf 5 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson 16/5 frák/4 stoð og setti 4 of stóra þrista á okkur. Darri Hilmarsson 13 stig.

 

Nánari tölfræði leiksins

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52