Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.10.2011 15:58

Ungl.fl. kvenna hjá Snæfell.


Stelpurnar í unglingaflokki léku sinn fyrsta leik gegn Keflavík á heimavelli mánudaginn 17. október.  Liðin mættust einmitt í úrslitaleik á síðasta tímabili þar sem mjótt var á munum.

 


Snæfellsstúlkur sem voru án Berglindar Gunnarsdóttur sem gekk undir aðgerð á hné í síðustu viku hófu leikinn af krafti og leiddu 9-4 og 19-12 eftir fyrsta leikhluta.  Björg Guðrún sem á við meiðsli að stríða lék leikinn og smellti tveimur þristum í lok leikhlutans. 

 

Keflavíkurstúlkur sem eru með efnilegt lið náðu að jafna leikinn og mikil barátta í gangi, staðan í hálfleik 31-31.  Snæfellsstúlkur náðu undir lok þriðja leikhluta 45-36 forystu og héldu henni þar til í stöðunni 52-47.  Þá komur sex stig í röð frá Keflavík sem komust yfir 52-53. Sara Mjöll Magnúsdóttir villaði út og munaði heldur betur um hana.

 

Lokamínúturnar voru mjög spennandi og fengu stelpurnar flott tækifæri til að komast yfir á ný en fóru illa með góð færi.  Keflavíkurstúlkur með Telmu í fararbroddi sigu framúr á lokaskrefinu og tryggðu sér sigurinn og var breiddin þeim drjúg á lokametrunum.  Lokatölur 58-60.


 
Stigaskor Snæfells: Hildur Björg Kjartansdóttir 18 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 15, Ellen Alfa Högnadóttir 11, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2 og Silja Davíðsdóttir 0.

 

Stigaskor Keflavíkur: Telma Ásgeirsdóttir og Sara Hinriksdóttir 14 stig, Soffía Sigurðardóttir 11, Aníta Viðarsdóttir 9, Sigrún Alberts 7, Katrín Jóhanns 3 en þær Lovísa Fals, Helena Árna, Birta Jóns, Sandra Lind, Rán Eysteins og Bríet Hinriks 0.


 
Næsti leikur stúlknanna í unglingaflokk er gegn Val þriðjudaginn 25. október í Vodafonehöllinni.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24