Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

06.10.2011 08:57

Bikarkeppni Blaksambandsins

Búið er að draga í bikarkeppni BLÍ. Dregið var í riðla eins og undanfarin ár og var nokkur spenna í fundarsal í húsakynnum Íþróttamiðstöðvarinnar.

Jason Ívarsson, formaður BLÍ sá um að draga en byrjað var á því að kasta upp á hvort riðill A eða riðill B hefði fjögur lið í karlaflokki. Sjö lið skráðu sig til leiks og sagði uppkastið til um að A riðill yrði fylltur með fjórum liðum. B riðill yrði því með þremur liðum þar sem spiluð er tvöföld umferð.
 
Fyrir í A riðli karla eru Mikasadeildarmeistarar KA. Upp úr hattinum komu lið Þróttar Nes, Þróttar Reykjavík og UMFG.
 
Fyrir í B riðli karla eru HK. Upp úr hattinum komu lið Stjörnunnar og Fylkis. 
 
Í kvennaflokki voru það 8 lið sem skráðu sig. Fjögur lið eru þá í hvorum riðli fyrir sig.
 
Fyrir í A riðli kvenna eru Mikasadeildarmeistarar Þróttar Nes. Upp úr hattinum komu lið KA, Ýmis og Þróttar Reykjavík.
 
Fyrir í B riðli kvenna eru HK. Upp úr hattinum komu lið Eikar, Stjörnunnar og Aftureldingar.
 
Undankeppni 1 verður haldin í Fagralundi helgina 21.-22. október 2011. Leikir hefjast kl. 19.00 á föstudeginum og kl. 10.00 á laugardeginum og verður leikið fram eftir degi. Niðurröðun leikja kemur á blak.is í þessari viku.
 
Undankeppni 2 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri 10. og 11. febrúar 2012.
 
Úrslitahelgi bikarkeppni BLÍ verður haldin 16.-18. mars 2011. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50