Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

29.09.2011 23:19

Karla og kvennalið Snæfells á ferðalagi


Snæfellsliðin í mfl karla og kvenna ætla að arka á Sauðárkrók og munu spila æfingarleiki á sunnudaginn nk 2. október gegn heimamönnum í Tindastól. Til stóð að karlaliðið færi bara, en eftir skraf og ráðgerðir, þar sem mótherjar í æfingarleik kvennaliðs Tindastóls urðu frá að hverfa, var kvennaliði Snæfells boðið að koma einnig.

Tindastólsmenn hafa tekið gólfið í "Síkinu", heimavelli þeirra, í gegn og skartar það nú alveg spánýju og flottu parketi af bestu gerð í staðinn fyrir gamla græna gólfdúkinn. Það verða svo Snæfellingar sem fá að spássera sem gestir Tindastólsmanna í körfuboltaleikjum og vígja þar með gólfið fyrir alvöru. Leikirnir eru ágóðaleikir sem renna í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannsesonar og fjölskyldu. Við klikkum svo sannarlega ekki á landsbyggðinni og þökkum Tindastólsmönnum boðið í þessa leiki :)

 

Kvennaliðin eigast við kl 17:15 en verða án Öldu, Hildi Sig og Söru S, sem eru í Finnlandi.

Karlaliðin spila kl 19:15 og verða án Svenna Davíðs sem er í einnig Finnlandi

 

Það má búast við að Sauðkrækingar flykkist á völlinn sem fyrr og hvetjum við Snæfellinga á leið hjá að kíkja í heimsókn, Kalli Jóns verður með heitt á könnunni :)

 

Nánar hér á Tindastóll.is 

 

Kkd Snæfells.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16