Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.09.2011 10:56

Glæsilegur árangur hjá Víking

Víkingur tryggði sér í dag 4 sæti í 1. deild karla með 3-1 sigri á ÍR-ingum á Ólafsvíkurvelli. Fyrir leikinn voru Víkingar í 5 sæti deildarinnar og með sigri hefði liðið getað endað í 4 sæti með hagstæðum úrslitum í leik Þróttar og Fjölnis. 

Víkingar fóru vel af stað og fyrsta mark leiksins gerði Tomasz Luba eftir glæsilega fyrirgjöf frá Alfreð Má Hjaltalín. Adam var þó ekki lengi í paradís því á 25 mínútu jafnaði Elías Ingi Árnason fyrir gestina. Víkingar létu ekki árar í bát því nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson Víkingum yfir eftir vel útfærða hornspyrnu. Staðan í hálfleik 
var því 2-1 Víkingum í vil. 
                                          
                                       Myndir: Þröstur Albertsson (Smelltu til að sjá þær stærri)  

Þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Guðmundur Steinn sitt annað mark og tryggði Víkingum þar með sigur í leiknum. Markið kom líkt fyrra mark hans eftir hornspyrnu. 

Það fór því svo að Víkingar fóru með 3-1 sigur á ÍR-ingum og Fjölnismenn byðu lægri hlut gegn Þrótturum 7-2. Víkingar enda því í 4. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Besti árangur liðsins var áður 5 sæti í B deild, fyrst 1975 og síðast 2005. 

Vikingurol óskar leikmönnum og aðstandendum hjartanlega til hamingju með árangurinn, jafnframt áhorfendum og öðrum velunnurum félagsins. Vikingurol.is þakkar einnig þeim fjölmörgu dyggu áhorfendum sem hafa fylgst með hér á síðunni frá fyrstu umferð. 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16