Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

30.08.2011 21:52

Snæfellsnes Íslandsmeistar í 3 flokk

Úrslitakeppni þriðja flokks karla í sjö manna bolta var haldin á Höfn í Hornafirði um síðastliðna helgi. Fjögur lið léku til úrslita í þessum flokki og voru það auk Snæfellsness lið Sindra frá Höfn, UMFL frá Þórshöfn og Skallagrímur Borgarnesi. Leikið var á laugardag og sunnudag. Fyrir lokaleikinn, sem var gegn Sindra, var staðan sú að Snæfellnesi nægði jafntefli til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn því þeir voru með betra markahlutfall en Sindri. Eins og fyrr segir var síðan lokaleikurinn háður á sunnudagsmorguninn og er víst óhætt að segja að um háspennuleik hafi verið að ræða þar sem tvö jöfn lið mættust. Snæfellingar náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Sindramönnum tókst að jafna undir lok hálfleiksins og var staðan jöfn í hálfleik. Í síðari hálfleik hélst leikurinn í jafnvægi lengst af en eftir því sem á leið jókst sóknarþungi Snæfellsness og voru þeir komnir með góð tök á leiknum, alltaf líklegir til að bæta við marki sem þó ekki tókst. Leiknum lauk því með jafntefli  1-1 og Snæfellsnes sigurvegarar á markahlutfalli. Óhætt er að segja að drengirnir hafi staðið sig mjög vel í sumar þar sem þeir hafa spilað 13 leiki og unnið alla nema einn og endað sumarið með markatöluna 103 - 14.

 

Þriðji flokkur Snæfellsness eru Íslandsmeistarar í sjö manna bolta. Ljósm. Gústaf Geir Egilsson.
Þriðji flokkur Snæfellsness eru Íslandsmeistarar í sjö manna bolta. Ljósm. Gústaf Geir Egilsson.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15