Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.08.2011 11:26

Tap gegn Selfyssingum


27. ágúst 2011

Víkingar tóku á móti Selfyssingum í blíðskapar veðri í Ólafsvík í dag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru mjög góðar, logn, blautur völlur og sólin glotti við tönn. Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að hvorugt lið vildi missa af þeim stigum sem í boði voru. Þar að leiðandi voru liðin ekki að gefa mikil færi á sér og varnarleikur var í hávegum hafður.

 

Á upphafsmínútum leiksins vildu Víkingar fá vítaspyrnu þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson var  felldur innan teigs. Valgeir Valgeirsson var þó ekki á þeim buxunum að dæma vítaspyrnu og lét leikinn halda áfram. Guðmundur var að komast einn inn fyrir og líklega hefði Valgeir þurft að reka varnarmann Selfyssinga útaf hefði hann dæmt.

 

Hættulegasta færi Selfyssinga fékk Sævar Þór Gíslason þegar boltinn barst til hans inn í teig. Skot hans var þó ekki nægilega gott og Einar átti ekki í vandræðum með að verja skotið. Hinum megin átti Jóhann Ólafur Sigurðsson góða markvörðslu þegar Guðmundur Magnússon átti gott  skot að marki.

 

Um miðbik fyrri hálfleiks varð Valgeir fyrir því óláni að lenda í árekstri við Jón Daða Böðvarsson og virtist hálf vankaður eftir. Staðan var þó 0-0 þegar hann flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað líkt og sá fyrri. Fyrsta alvöru færi eftir leikhlé fékk Guðmundur Magnússon þegar hann komst einn inn fyrir vörn gestanna en vippa hans fór beint á Jóhann í marki Selfoss. Hættulegasta færi Selfyssinga kom eftir hornspyrnu þegar Artjoms Goncars hreinsaði af línu góðan skalla gestanna.

 

Þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Jón Daði Böðvarsson eina mark leiksins. Jón fékk þá að valsa fyrir framan vítateiginn og náði góðu skoti sem Einari Hjörleifsson í marki Víkings réði ekki við. Fram að markinu var ekki margt í spilunum hjá báðum liðum og kom því markið Víkingum í opna skjöldu. Víkingar komu sterkir til baka og þegar 10 mínútur voru eftir að leiknum hefðu Víkingar átt að fá vítaspyrnu þegar brotið var á Guðmundi Magnússyni fyrir opnu marki. Valgeir var hins vegar ekki á sama máli og dæmdi ekki neitt.

 

Það fór því svo að Selfyssingar fóru með sigurorð af Víkingum í jöfnum leik þar sem sigurinn hefði auðveldlega geta fallið með Ólsurum. Selfyssingar styrkja stöðu sína í öðru sæti á meðan Víkingar sitja eftir með sárt ennið með 28 stig. 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10