Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.08.2011 15:16

Hlaupanámskeið 18 september

Hlaupanámskeið í Snæfellsbæ

Sunnudaginn 18. september verður haldið hlaupanámskeið í Snæfellsbæ. Hlaupakennarinn Torfi H. Leifsson verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í 25 ár og er þaulreyndur langhlaupari. Námskeiðið er fyrir alla hlaupara, skokkara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið verður yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup.

Til að tryggja að hlaupaþjálfun verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur náist án áfalla, er mjög mikilvægt að þekkja grundvallaratriði þess hvernig standa á að uppbyggingu betri heilsu og/eða þjálfunar. 

8:30-12:00 - Fræðsluhluti 1, bókleg kennsla
Hverju huga þarf að þegar byrjað er að hlaupa, æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir, þjálfun með púlsmæli.

13:00-16:30 - Fræðsluhluti 2, bókleg kennsla
Hlaupastíll, mataræði, teygjur og styrktaræfingar, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir, útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, tæki , almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup.

17:00-18:00 - Verklegur hluti
Sýnishorn af ýmsum æfingum, teygjum, styrktaræfingum, hlaup, spjall ofl.

 

Námskeiðið kostar 11.500 kr. á mann. Hjónaafsláttur er veittur og er 50% afsláttur fyrir maka.

Okkur langar að hvetja alla í Snæfellsbæ og nærsveitunga sem eitthvern áhuga hafa á hlaupaíþróttinni að skrá sig á þetta frábæra námskeið. Námskeið er góð hvatning  til þess að koma sér í gott form fyrir næsta vor og sumar. Tilvalið fyrir hjón að eiga sér sameiginlegt áhugamál.  Námskeiðið verður haldið í  Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík.

Allir að taka þennan dag frá.

Skráning  fer fram hjá   Fannar : 840-3708 og Rán : 864-4236
Ef það eru eitthverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19