Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.08.2011 09:08

Púttkeppni FÁÍA. 2 september

FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra) heldur  sína árlegu Púttkeppni fyrir 60 ára og eldri föstudaginn 2. september kl.14:00 á púttvellinum við Gullsmára.


Mæting í Gullsmára kl. 13.15 og þar verður skipt í leikhópa. Leiknar verða 2x18 holur.

 

Mótið er keppni milli einstaklinga og liða.  Verði úrslit jöfn skal leika bráðabana þar til úrslit fást.

Þátttökugjald á einstakling er kr. 900.00 en lið kr. 3000.00

 

Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem aldraðir æfa pútt geta sent lið.  Í hverju liði skulu vera 4 leikmenn og leyfilegt er að vera með einn varamann. Einstaklingar án liðs geta skráð sig í einstaklingskeppnina.

 

Skráning ásamt nöfnum þátttakenda skal berast  Flemming Jessen á

flemmingj@simnet.is  eða í síma 868-1008 fyrir 22. ágúst.

 

Þrenn verðlaun (1., 2. og 3. sæti) verða veitt þeim einstaklingum og liðum sem leika á fæstum höggum samtals 36 holur og bikar verður veittur fyrir besta samanlagt skor liðs  frá félagsmiðstöð eða stað.   Bikarinn vinnst til eignar ef hann er unninn 3 sinnum í röð eða 5 sinnum alls. Ath. Seldar verða veitingar á staðnum.

 

                                                              Stjórn FÁÍA 

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06