Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.08.2011 13:28

Auðvelt hjá UMFG

Stórsigur

Föstudagskvöldið 19. ágúst mættu Skallagrímsmenn í Grundarfjörðinn til að etja kappi við heimamenn. Með sigri gátum við gulltryggt okkur efsta sætið í riðlinum og verið með mestan stigafjölda af öllum liðinum í 3 deildinni. 


Byrjunarliðið gegn Skallagrím

Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og það var greinilegt hvort liðið var grimmara því að það voru ekki liðnar nema 2 mínútur af leiknum þegar að Heimir Þór fær boltann fyrir utan teig, tekur einn á og setur hann í fjærhornið og staðan orðin 1-0. 


Heimir fagnar fyrsta markinu

Við vorum með öll völd á vellinum og bara tímaspursmál hvenær fleiri mörk myndu líta dagsins ljós. Það gerðist svo á 24 mínútu að við fáum hornspyrnu, boltinn berst inní teig þar sem að Finnbogi nær að skófla honum að marki þar sem að Heimir Þór kemur aðvífandi og kemur okkur í 2-0.


Annað markið í uppsiglingu

Þannig var staðan þegar að dómarinn flautaði til hálfleiks. Í síðari hálfleik komu Borgnesingarnir grimmari til leiks og reyndu aðeins að klóra í bakkann. Það gekk ekki upp hjá þeim og átti Golli frekar náðugan dag í markinu hjá okkur. Það var svo á 66 mínútu að Heimir Þór nær að fullkomna þrennuna en rétt áður hafði hann átt skot í slá.


Heimir bregður á leik eftir að hafa skorað þrennu.

Staðan því orðin 3-0 og það var eins og allur vindur væri úr Skallagrímsmönnum eftir þetta. Við óðum í færum og átti Aron til að mynda skalla rétt framhjá markinu. Finnbogi var líka óheppinn fyrir framan rammann þangað til á 78 mínútu að hann nær loksins að koma boltanum yfir marklínuna og koma okkur í 4-0.


Finnbogi var að leika sinn fyrsta leik í sumar á Grundarfjarðarvelli og fagnaði því með marki.

Það var svo á 83 mínútu að Birkir Freyr, sem var nýkominn inná sem varamaður, nær að skora og koma okkur í 5-0 með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Þetta var hans fyrsta mark í sumar og er strákurinn vel að því kominn. 


Strákarnir fagna Birki

Leiknum lauk með 5-0 stórsigri okkar og gulltryggðum við því efsta sætið í riðlinum. Við enduðum riðilinn með 35 stig sem eru flestu stigin af öllum liðum í þriðju deildinni öllum riðlum. Af 14 leikjum þá unnum við 11, gerðum 2 jafntefli (Bæði gegn Kára) og töpuðum aðeins 1 leik (gegn Álftanesi hér heima).  Við skoruðum 37 mörk og fengum aðeins 12 mörk á okkur (næst fæst mörk í 3 deildinni)

Árangur sumarsins er framar okkar björtustu vonum og komum við skemmtilega á óvart með frábærri spilamennsku og öflugum varnarleik.

Í úrslitakeppninni mætum við Magna frá Grenivík sem að lenti í 2 sæti D riðils. Næsti leikur okkar er því laugardaginn 27. ágúst kl 14:00 á Grenivíkurvelli. 

Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57
Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57