Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.08.2011 09:53

Sannfærandi hjá Víking

 

Víkingar unnu í kvöld sannfærandi sigur á HK-ingum sem komu í heimsókn á Ólafsvíkurvöll. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 7. mínútu leiksins vildu heimamenn fá vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon nýtti sér þá mistök Ögmundar Ólafssonar í marki gestanna sem missti boltann frá sér sem varð til þess að Guðmundur náði til hans. Þegar Guðmundur var við það að komast einn fyrir opnu marki braut Ögmundur á honum með þeim afleiðingum að Guðmundur féll í teignum. Þórður Már Gylfason annars ágætur dómari leiksins sá hins vegar ekki ástæðu til að flauta og varnarmenn HK hreinsuðu frá markinu.

 

Á 12. mínútu dró svo til tíðinda þegar Edin Beslija kom heimamönnum yfir. Eldar Masic fékk þá boltan á hægri vængnum og sendi hann fyrir.  Þorsteinn Már Ragnarsson lét boltann fara milli lappanna á sér og þaðan fór boltinn til Edins sem þrumaði honum í bláhornið fjær, framhjá Ögmundi í marki HK og staðan 1-0.

 

Átta mínútum síðar bætti Edin við sínu öðru marki og kom heimamönnum í 2-0. Björn Pálsson vann þá boltann af harðfylgi fyrir utan teig, renndi honum inn fyrir á Edin sem lék á varnarmenn og setti boltann snyrtilega framhjá Ögmundi í markinu. Þegar þarna var komið við sögu voru 20 mínútur liðnar af leiknum og heimamenn komnir í vænlega stöðu.

 

HK-ingar réðu illa við pressu heimamanna sem keyrðu grimmt og gáfu ekkert eftir þrátt fyrir 2-0 forystu. Það var svo Matarr Nesta Jobe sem bætti við þriðja marki heimamanna á 44. mínútu. Matarr skallaði þá góða hornspyrnu Guðmundar Magnússonar í netið. Staðan var því 3-0 þegar Þórður Már Gylfason flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Víkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, staðráðnir í að bæta við fleiri mörkum og lengi vel stefndi í stórsigur heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því að bæta við fjórða marki Víkinga strax á upphafs mínútum síðari hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá úr ágætu færi. Þorsteinn var að von sáttur með stigin þrjú í lok leiks. "Já mjög  sáttur, við vorum mun betri í fyrri hálfleik og keyrðum á þá. Ég er aftur á móti ekki nógu sáttur með þann seinni en kláruðum þetta engu að síður sannfærandi að mínu mati."

 

Jóhann Andri Kristjánsson komst næst því að skora fyrir HK þegar hann fékk úrvalsfæri inn í teig Víkings. Einar Hjörleifsson varði hins vegar skot Jóhanns sem var kominn helst til of nálægt Einari og Tomasz Luba náði að hreinsa áður en Jóhann komst aftur í boltann. HK-ingum óx ásmegin þegar líða tók á seinni hálfleik en strákarni í vörn Víkings vörðust fimlega. Víkingar áttu einnig nokkur færi og skot sem Ögmundur í markinu varði vel. Hvorugu liðinu tókst að setja mark í seinni hálfleik og leiknum lauk því með 3-0 sigri Víkings.

 

Víkingar fara með sigrinum í 25 stig og upp um eitt sæti. Fjölnir sem nú er í 7. sæti getur hins vegar farið upp fyrir Víking takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga til góða gegn KA. HK-ingar sitja sem fyrr á botni deildarinnar með 6 stig og róðurinn farinn að þyngjast all verulega. Næsti leikur Víkings er gegn Þrótturum næstkomandi föstudag og hvetjum við Víkinga til að fjölmenna á Valbjarnarvöll. 

 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52