Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

31.07.2011 22:36

Sigur hjá UMFG

Sigur

Fimmtudagskvöldið 28. júlí síðastliðinn fórum við í Breiðholtið til að etja kappi við Afríku. Spilað var á gervigrasinu á Leiknisvellinum. 
Aðstæður til knattiðkunar var til fyrirmyndar. Smá súld á köflum og blankalogn.

Við byrjuðum leikinn ágætlega en ekkert meira en það. Lítið að gerast í leiknum þannig séð og Ingólfur þurfti lítið að láta til sín taka í markinu. Afríka komst í eina álitlega sókn í öllum fyrri hálfleiknum en þá áttu þeir skot í þverslána og sluppum við með skrekkinn í það skiptið. Svo átti Tryggvi líka skalla tilbaka sem Ingólfur þurfti að hafa sig allan við til að verja. 
Á 42 mínútu á einn Afríkumaðurinn glórulausa tæklingu aftan í Jón Steinar sem lá óvígur eftir. Uppúr sauð á milli leikmanna og einum leikmanni Afríku var vikið af leikvelli. Runni kom inná fyrir Jón Steinar sem gat ekki haldið áfram sökum meiðsla. Runni var ekki búinn að vera inná nema í nokkrar sekúndur þegar að hann fékk dauðafæri en var óheppinn að skora ekki. Svo fékk hann tvö önnur mjög góð færi áður en dómarinn flautaði til leikhlés og staðan í hálfleik markalaus.Í síðari hálfleiknum var allt annað uppá teningnum því að Runni slapp í gegn og skoraði af öryggi strax í byrjun síðari hálfleiks. Staðan orðin 1-0 okkur í vil. Nokkrum mínútum síðar átti Heimir Þór mjög gott skot sem markvörður Afríku réði ekki við og staðan því orðin 2-0 aðeins með nokkurra mínútna millibili. Eftir þetta réðum við lögum og lofum á vellinum og Afríkumenn fengu ekki eitt einasta færi í seinni hálfleik. Við fengum þau nokkur en náðum því miður ekki að nýta neitt þeirra. Ragnar Smári átti fallegt skot í stöngina og út. Aron átti skalla í stöng auk þess sem markvörðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel. Lokastaðan varð því 2-0 og við náðum þriggja stiga forskoti í fyrsta sætinu í riðlinum.Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir útileikir gegn Kára og Álftanesi. Þessi tveir leikir koma til með að ráða úrslitum um hvort að við komumst áfram í úrslitakeppnina eður ei.Næsti leikur er gegn Kára laugardaginn 6. ágúst á Akranesi.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19