Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.07.2011 14:46

Jafnt hjá Víking og Fjölni

Víkingar og Fjölnismenn áttust við í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli í kvöld þar sem liðin skyldu jöfn, 2-2. Blíðskapar veður var í Ólafsvík og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Leikurinn fór rólega af stað og það var ekki fyrr en tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum þegar fyrsta alvöru færi leiksins leit dagsins ljós. Þá átti Guðmundur Magnússon sem nýlega gekk í raðir Víkinga skot sem endaði í þverslánni á marki Fjölnis.

 

Fjölnismenn brunuðu í sókn og voru nálægt því að koma sér í álitlegt færi en varnarmenn Víkings komu boltanum frá en þó ekki langt. Ágúst Þór Ágústsson vann boltann glæsilega og Fjölnismenn spiluðu sig í gegnum flata vörn heimamanna og Ómar Hákonarson kom boltanum framhjá Einari í markinu. 0-1 fyrir gestina og þannig var staðan þar til á 43. mínútu leiksins þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson nýtti sér mistök Hrafns Davíðssonar og skallaði boltann í netið. Staðan var því 1-1 þegar Guðmundur Ársælsson dómari leiksins flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 

Víkingar komu mun ákveðnari út í síðari hálfleik og voru strax í upphafi nálægt því að ná forystunni í leiknum. Hrafn Davíðsson varði t.a.m. lúmskt skot Guðmundar Magnússonar með miklum tilþrifum. Á 74. mínútu náðu heimamenn svo að komast yfir með marki frá Þorsteini Má Ragnarssyni. Undirbúningurinn var hans eigin og færið kláraði hann einkar vel með skoti rétt við vítateigslínuna sem Hrafn náði ekki að verja.

 

Í kjölfarið á markinu sóttu Fjölnismenn í sig veðrið en fram að þessu höfðu þeir aðeins átt eitt skot að marki sem Einar var ekki í miklum vandræðum með. Þegar rétt um 5 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma náðu gestirnir að jafna. Varnarmönnum Víkings hafði mistekist að koma boltanum frá sem endaði með því að Kristinn Sigurðsson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn Víkinga. Hann var ekki rangstæður þar sem Artjoms láðist að koma sér í línu við vörnina og spilaði Kristinn þar með réttstæðan. Honum varð svo á engin mistök og setti knöttinn örugglega framhjá Einari í markinu. Staðan 2-2 og lítið eftir af leiknum.

 

Bæði lið reyndu að knýja fram sigur en án árangurs. Svo fór að liðin skyldu jöfn eftir að hafa skipst á að halda forystu. Víkingar fara í 16 stig og eru enn í 7. sæti á meðan Fjölnismenn fara í 5. sæti með 19, jafn mörg og BÍ/Bolungarvík  sem á leik til góða á morgun gegn Haukum. 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24