Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

30.06.2011 15:54

Víkingur landaði 3 stigum

Sigur gegn baráttuglöðum KA-mönnum

29. júní 2011

Víkingar tóku á móti KA-mönnum í blíðskapar veðri á Ólafsvíkurvelli í 9. umferð 1. deildar karla. Fyrir leikinn voru liðin í 9. og 10. sæti deildarinnar og því til mikils að vinna enda bilið milli liða lítið. Heimamenn fóru betur af stað og á fyrstu mínútum leiksins áttu þeir þrjú ákjósanleg færi án þess þó að koma knettinum á rammann.

 

Það voru þó gestirnir í KA sem voru fyrri til að skora því á 9. mínútu leiksins skallaði Hallgrímur Mar Steingrímsson knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri vængnum. Svo virtist vera að varnarmenn Víkings hafi ekki vitað af Hallgrími sem var algjörlega einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skalla framhjá Einari sem var varnarlaus í markinu.

 

Markið kom sem köld vatnsgusa framan í heimamenn sem höfðu haft yfirhöndina fram að markinu. Það tók því Víkinga allnokkurn tíma að komast í takt við leikinn á ný og var nokkurt jafnræði með liðinum. KA-menn lágu aftarlega á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisóknum á meðan Víkingar voru meira með boltann og stjórnuðu þar með ferðinni.

 

Á 42. Mínútu dró til tíðinda á ný þegar brotið var á Guðmundi Stein Hafsteinssyni inn í teig gestanna. Gunnar Sverrir Gunnarsson dómari leiks benti ákveðinn á vítapunktinn handviss í sinni sök. Á punktinn steig vítaskytta heimamanna Artjoms Goncars sem skoraði örugglega framhjá Sandor Matus í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Gunnar dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks.


Mynd: Ingibjörg Sumarliðadóttir

Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað líkt og sá fyrri þar sem heimamenn sáu sem fyrr um að stjórna ferðinni. Um miðbik hálfleiksins fékk Guðmundur Steinn besta færi leiksins eftir klaufagang í vörn gestanna. Boltinn hrökk beint fyrir fætur Guðmundar sem var einn á móti Sandor. Guðmundi tókst hins vegar ekki að koma knettinum framhjá Sandor sem varði boltann með fótunum.

 

Nokkrum mínútum síðar varð Guðmundi á engin mistök þar sem honum tókst að koma knettinum framhjá Sandor eftir glæsilegan undirbúning Edin Beslija. Edin kom askvaðandi upp vinstri kantinn, lék á tvo varnarmenn og í stað þess að skjóta á markið sendi hann lúmska sendingu inn á Guðmund sem þrumaði knettinum framhjá Sandor í markinu. Staðan 2-1 og stundarfjórðungur eftir af leiknum.


Mynd: Þröstur Albertsson
 

Í kjölfarið sóttu gestirnir í sig veðrið, staðráðnir í að krækja í það minnsta annað stigið. Síðasta stundarfjórðung leiksins settu KA-menn mikla pressu á heimamenn sem áttu í vök að verjast. Einar Hjörleifsson í marki Víkings var þó vel á verði og greip vel inn í þar sem helstu hættur KA komu eftir föst leikatriði.

 

Víkingum tókst þrátt fyrir mikla pressu gestanna að landa mikilvægum heimasigri sem hífir þá upp töfluna en liðið er nú komið með 12 stig. KA-menn sitja hins vegar eftir með sárt ennið með 10 stig í 10. sæti.

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15