Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.06.2011 22:21

Ánægð með hvernig til tókst


grein_med_helguFyrsta Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Hvammstanga um helgina en um þrjú hundruð keppendur þreyttu keppni í fjórtán keppnisgreinum. Framkvæmdaaðilar mótsins eru mjög ánægðir hvernig til tókst og líta björtum augum til framtíðar hvað þetta mót áhrærir.


,,Ég er í heildina mjög ánægð með mótið og þá alveg sérstaklega hvað keppendur voru sáttir. Það kom mér ekki á óvart því þetta er þakklátt fólk. Við runnum svolítið blint í sjóinn með þetta mót en ákvörðunin að hrinda því af stað var rétt þegar upp var staðið. Upplifun keppenda var skemmtileg en þetta er mót sem verður að halda áfram," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, í mótslok.


Helga Guðrún sagði að það hefði komið sér á óvart mikill keppnisandi hefði ríkt á mótinu og gleði að fá að keppa á þessum vettvangi. Andrúmsloftið var afslappað en samt voru keppendur með ákveðinn markmið. Framkvæmdaaðilar og íbúar lögðu sitt af mörkum að gera þetta mót einstaklega skemmtilegt og vel heppnað.


,,Að okkar mati var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldurshóp. Þetta er mót sem komið er til að vera og vonandi stækka þau með tíð og tíma. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem er að æfa ýmsar íþróttir en fyrirvarinn fyrir þetta mót var nokkuð stuttur. Við auglýsum næsta mót með góðum fyrirvara og þá getur fólk notað veturinn og vorið til undirbúnings. ég er mjög ánægð og stolt hvernig til tókst með fyrsta mótið," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.


Trausti Valdimarsson, sem tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum mótsins að undanskildu fjórsundi, sagði þetta mót frábært til að örva þá einstaklinga sem virkilega þurfa á að hreyfingu að h alda því viðhaldið verður mikilvægara með árunum. Trausti er lyflæknir- og meltingarsérfræðingur á Akranesi.


,, Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, synda, hjóla og hlaupa, en það er gott að hafa fjölbreytnina sem mesta. Þetta er allt skemmtilegt og hollt og þess vegna er maður í þessu. Fyrir utan þá heldur maður betur í heilsuna og kynnist fólki eins og á mótinu hér á Hvammstanga," sagði Trausti.


Trausti sagði ennfremur að þeir sem hreyfa sig og halda í æskublómann þurfa síður á læknunum að halda.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10