Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2011 08:39

UMFG tapaði fyrir Álftanesi

Þrír leikir fóru fram í þriðju deild karla og kláraðist sjötta umferð þar með í öllum riðlunum. Fótbolti.net skellti sér á Grundarfjörð og sá leik heimamanna og Álftaness og verða viðtöl við þjálfara liðanna birt síðar í kvöld.

C - riðill
Síðasti leikurinn í sjöttu umferð fór fram í dag þegar Álftanes vann góðan sigur á heimamönnum í Grundarfirði í uppgjöri efstu liðanna og eru ennþá með fullt hús stiga.

Grundafjörður 0 - 2 Álftanes
0-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson (37')
0-2 Birkir Freyr Hilmarsson (79')

Heimamenn héldu sig aftarlega á vellinum og ætluðu sér að beita skyndisóknum á meðan gestirnir beittu hröðum sóknum upp báða kanntana. Flestar sóknir beggja liða enduðu oftar en ekki hjá vörnum andstæðinganna en gestirnir voru ágengari og fengu betri færi.

Álftanes náði forystunni á 37.mínútu þegar Kristján Lýðsson komst upp hægri kanntinn og sendi boltann á Guðbjörn Alexander Sæmundsson sem skoraði í autt markið. Álftnesingar héldu svo áfram að þjarma að marki heimamanna en Ingólfur Kristjánsson átti góðan leik í marki Grundafjarðar og bjargaði nokkrum sinnum ágætlega.

Þegar líða tók á seinni hálfleikinn fóru heimamenn að taka fleiri sénsa og sækja á fleiri mönnum en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi. Álftnesingar refsuðu þegar varamaðurinn Birkir Freyr Hilmarsson skoraði stórglæsilegt mark sem Ingólfur átti ekki möguleika á að verja.

Eftir markið fjaraði leikurinn smám saman út og gestirnir tóku alla punktana með sér heim og eru með 18 stig á toppnum 5 stigum á undan Grundarfirði og Kára sem sitja í næstu sætum.

Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=110392#ixzz1QMuXTwlS

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52