Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.06.2011 15:21

Snæfellsjökulshlaupið 2011

02.07.2011 - Snæfellsjökulshlaupið

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 2. júlí n.k og er þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið. Þessa helgi er bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík svo mikið líf verður í bænum þegar keppendur koma í mark. Snæfellsbær bíður svo hlaupurum frítt í sund eftir hlaupið.

Einungis 2,5 klst akstur er frá Reykjavík til Ólafsvíkur. 

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Hlauparar verða keyrðir með rútu frá Ólafsvík yfir á Arnarstapa fyrir hlaup. Rútan frá Ólafsvík leggur af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ók í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupið er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni.


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

  • Karlar 40 ára og eldri
  • Konur 40 ára og eldri
  • Karlar 39 ára og yngri
  • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 1. júlí. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Facebook síður: Snæfellsjökulshlaupið, Ólafsvíkurvaka Bæjarhátíð

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06