Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.06.2011 14:17

Tap hjá Víking

3-1 tap gegn Selfyssingum

24. júní 2011 klukkan 10:39
Í gærkvöldi heimsóttu Víkingar Selfyssinga í 8. umferð 1. deildar sem hófst með þremur leikjum. Leikurinn var einungis 6 mínútna gamall þegar heimamenn komust yfir. Þar var að verki Babacar Sarr eftir hornspyrnu. Víkingar vildu þó meina að í aðdragandanum hefðu heimamenn gerst brotlegir auk þess sem Babacar fór nánast með sólann í grímuna á Einari þegar hann kom knettinum í markið.

 

Fimmtán mínútum síðar syrti enn í álinn hjá Víkingum þegar heimamenn komust í 2-0 þegar Endre Brenne náði að komast inn fyrir vörn Víkina við illan leik. Endre braut þá augljóslega á Emir Dokara í vörn Víkings sem lá eftir alblóðugur. Hvorki Leikni Ágústssyni né aðstoðarmanni hans á línunni láðist að sjá brotið og staða heimamanna því vænleg.

 

Víkingar höfðu hins vegar ekki sagt sitt síðasta því á 44. mínútu tókst Edin Beslija að minnka muninn. Það gerði hann eftir vel útfærða aukaspyrnu ásamt Brynjari Kristmundssyni og Eldar Masic. Skot Edins var bæði fast, hnitmiðað og í bláhornið framhjá Jóhanni í marki Selfyssinga.

 

Víkingar voru staðráðnir í að láta kné fylgja kviði og í uppbótartíma fyrri hálfleiks komst Þorsteinn Már Ragnarsson einn inn fyrir vörn heimamanna. Artjoms gaf þá góða sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og Þorsteinn var við það að komast í ákjósanlegt færi. Þá tók Leiknir dómari leiksins upp á því að flauta til loka fyrri hálfleiks sem er í besta falli mjög athugavert.

 

Í síðari hálfleik komu Víkingar sterkir til leiks og ákveðnir í að jafna metin. Þeir voru ýfið sterkari fyrsta stundarfjórðunginn en án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Þrátt fyrir ágætis tilraunir náðu Víkingar ekki að jafna og þess í stað náðu heimamenn að auka forskot sitt. Jón Daði Böðvarsson átti þá góða rispu og spólaði sig í gegnum vörn Víkings og sendi boltann á Ibrahima Ndiaye sem skoraði auðveldlega.

 

Eftir þetta var róðurinn þungur fyrir Víkinga en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki það sem eftir lifði leiks. Með sigrinum styrkti Selfoss stöðu sína í 2. sæti deildarinnar en Víkingar eru sem fyrr níunda með 9 stig.  Næsti leikur Víkings verður háður á Ólafsvíkurvelli næstkomandi miðvikudag þar sem KA-menn koma í heimsókn. Allir á völlinn!

Mynd: Þröstur Albertsson

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24