Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.06.2011 17:51

Ólympíudagurinn

Ólympíudagurinn 23. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við íþróttahreyfinguna og Ólympíufjölskyldu ÍSÍ halda upp á Ólympíudaginn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allann þann 23. júní. Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð þennan dag árið 1894. Markmið með deginum er að bjóða almenningi að kynnast fjölbreytum íþróttum, með áherslu á að uppgötva, læra og hreyfa sig. Í gegnum íþróttirnar er einnig verið að að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar; Gera sitt besta - vinátta og virðing.

Í tilefni dagsins eru hátíðarhöld hjá nokkrum íþróttafélögum auk þess sem boðið verður upp á dagskrá í Laugardalnum frá 18:30 til 22:00. Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl:22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á www.maraþon.is sjá nánar hér fyrir neðan.

Einnig viljum við benda á fésbókarsíðu Ólympíudagins kemst á hana hér. Þar verður að finna allar helstu upplýsingar í tengslum við daginn. þar er einnig að finna tengla á ýmislegt skemmtilegt.

Við bjóðum börn, fullorðna, fjölskyldur, skyldmenni, samstarfsfélaga, vini og kunningja velkomin í Laugardalinn. Þar verður hægt að prófa íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í greinum eins og skylmingum, tennis, krakkablaki, strandblaki, borðtennis, keilu, dans, frjálsíþróttum. Einnig verður hægt að skoða keppnisbíla frá kvartmílu til gókart. Rathlaupafélagið Hekla bíður upp á rathlaup í Laugardalnum.
Það gæti enn bæst í hópinn fleiri íþróttagreinar til að prófa.
Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl: 22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á www.maraþon.is og www.hlaup.is þátttakendur í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir.

Dagskrá* í Laugardalnum 23. júní:

18:30 Setning við bílastæðinn hjá Þrótti/Ármann
18:30 - 22:00 Akstursíþróttasambandið með sýningu á 4 til 5 keppnisbílum allt frá kvartmílu til gókart - þeir verða á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármann.
18:30 - 21:30 Skylmingar -
í Skylmingamiðstöðin undir norðurenda stúkunnar- World Class megin
19:00 - 22:00 Keila
í sal fyrir ofan Skylmingarmiðstöðina, hjá miðasölunni
19:00 - 22:00 Borðtennis - við stúku Laugardalsvallar
19-00 - 22:00 Krakkablak og strandblak
á grasinu við körfurnar hjá bílastæði Þrótti/Ármann
19:00 - 22:00 Tennis
Á tennisvöllunum bakvið húsnæði Þróttar,
19:00 - 22:00 Rathlaup - Rathlaupafélagið Hekla verður með kynningu á rathlaupi sem hægt er að hlaupa í Laugardalnum. Þeir verða við gamla innganginn í Laugardalslaugina - norður
sjá frekari upplýsingar á www.rathlaup.is
21:00 - 21:40 Dans - sýningin og létt kennsla í tengslum við upphitun Miðnæturhlaupsins
22:00 Miðnæturhlaupið fer af stað
*Fyrirvari er á að dagskráin gæti tekið breytingum.

Til þess að lífga upp á daginn þá væri gaman að sjá sem flesta í íþróttabúningum. Annað hvort í búningi síns félags, uppáhaldstreyjunni sinnii, landsliðsbúningi eða jafnvel sem Glanni glæpur. Allir eru velkomnir.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32