Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

18.04.2011 12:38

Íslandsmót í Boccia

Íslandsmót í boccia fór fram í Borgarnesi


18. apríl 2011

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmót FAÍA 50+ í boccia fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi, en skammstöfun þessi stndur fyrir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra - 50+. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið utan Reykjavíkur. Hér var það Félag aldraðra í Borgarnesi og nágrenni sem skipulagði mótið og þótti undirbúningur og framkvæmd þess takast afar vel. Um undirbúning og framkvæmd sáu félagarnir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen en yfirdómari var Þórður Jónsson úr Borgarnesi.

 

 

 

 

Síðast þegar mót af þessu tagi var haldið mættu um 20 lið. Nú mættu hins vegar 32 lið til keppni víðsvegar að af landinu og spiluðu þrír í hverju liði. Þeir sem lengst komu voru frá Siglufirði. Keppt var í átta fjögurra liða riðlum á fjórum völlum. Öll lið kepptu því þrjá leiki en efstu fjögur liðin léku sín á milli alls fjóra leiki hvert til viðbótar. Úrslit urðu þau að lið Reyknesinga sigraði, í öðru sæti varð lið úr Borgarnesi, í þriðja sæti lið frá Neista í Garðabæ og í fjórða sæti var lið úr Grundarfirði.  Vestlendingar áttu því góðu gengi að fagna á mótinu.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50